Borgin Detroit á leiðinni í gjaldþrot 19. janúar 2012 07:17 Góðar líkur eru á að borgin Detroit í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota. Ef svo fer verður þetta stærsta borgin í sögu Bandaríkjanna sem fer þá leið. Þetta virðist skjóta skökku við því bandarískir bílaframleiðendur áttu gott ár í fyrra og methagnaður varð af starfsemi þeirra eftir sjö mögur ár. Málið er að þótt General Motors séu enn með aðalskrifstofu sína í miðborg Detroit nær félagið ekki inn á topp tíu listann yfir þá atvinnurekendur í borginni sem eru með flesta starfsmenn í vinnu. Nær allar bílaverksmiðjurnar eru fluttar út fyrir borgarmörkin. Aðeins Chrysler rekur enn eina færibandaverksmiðju í borginni. Michigan ríkið sem Detroit tilheyrir hefur hinsvegar hagnast um einar 850 milljónir dollara á velgengi bílaframleiðendanna. Detroit þarf að borga 45 milljónir dollara í apríl næstkomandi en borgarsjóður er tómur. Borgarbúum hefur fækkað svo mikið undanfarin ár að skattstofnar borgarinnar hafa hrunið. Og þótt borginni takist að borga þessar milljónir í apríl er annar gjalddagi í júní og svo fleiri fram að áramótum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Góðar líkur eru á að borgin Detroit í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota. Ef svo fer verður þetta stærsta borgin í sögu Bandaríkjanna sem fer þá leið. Þetta virðist skjóta skökku við því bandarískir bílaframleiðendur áttu gott ár í fyrra og methagnaður varð af starfsemi þeirra eftir sjö mögur ár. Málið er að þótt General Motors séu enn með aðalskrifstofu sína í miðborg Detroit nær félagið ekki inn á topp tíu listann yfir þá atvinnurekendur í borginni sem eru með flesta starfsmenn í vinnu. Nær allar bílaverksmiðjurnar eru fluttar út fyrir borgarmörkin. Aðeins Chrysler rekur enn eina færibandaverksmiðju í borginni. Michigan ríkið sem Detroit tilheyrir hefur hinsvegar hagnast um einar 850 milljónir dollara á velgengi bílaframleiðendanna. Detroit þarf að borga 45 milljónir dollara í apríl næstkomandi en borgarsjóður er tómur. Borgarbúum hefur fækkað svo mikið undanfarin ár að skattstofnar borgarinnar hafa hrunið. Og þótt borginni takist að borga þessar milljónir í apríl er annar gjalddagi í júní og svo fleiri fram að áramótum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira