Viðskipti erlent Málum í vinnslu fjölgaði í fyrra Um 500 mál eru í vinnslu hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að álag á hana hafi fremur aukist á síðasta ári. Þá voru tekin upp 370 ný mál, en 362 lokið. Viðskipti erlent 10.3.2011 09:00 Carlos Slim ríkastur og Facebook strákarnir í góðum málum Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins. Viðskipti erlent 10.3.2011 08:50 Moody´s lækkar lánshæfi Spánar Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar um eitt hak. Einkunnin lækkaði úr Aa1 niður í Aa2 með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 10.3.2011 08:27 Ekki staðið við samkomulag um bónusa Stóru bankarnir í Bretlandi hafa ekki staðið við samkomulag, sem gert var við stjórnvöld í síðasta mánuði, um að halda kaupaukum æðstu stjórnenda bankanna í skefjum. Viðskipti erlent 10.3.2011 08:17 Indverjar tapa á fjárfestingum í Kaupþingi Um 70 indversk fyrirtæki og einstaklingar munu tapa fé sem þeir fjárfestu í Kaupþingi. Á meðal þeirra er ríkisrekni bankinn Bank of Baroda (BoB), stærsta hugbúnaðarfyrirtæki Indlands Tata Consultancy Service Ltd. (TCS) og margir indverskir einstaklingar, að mestu demantakaupmenn og athafnamenn sem búa ekki á Indlandi. Viðskipti erlent 10.3.2011 08:10 Þarf samt að draga úr rekstrarkostnaði Breski bankinn Northern Rock tapaði 232,4 milljónum punda í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 44 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 10.3.2011 05:00 Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag. Viðskipti erlent 9.3.2011 14:18 Tchenguiz-bræður: Erum í fullri samvinnu við lögregluna Þeir Vincent og Robert Tchenguiz segja að þeir séu báðir í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í Bretlandseyjum í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings. Viðskipti erlent 9.3.2011 12:38 Bloomberg/BBC: Rannsóknin tengist Edge Bæði Bloomberg fréttaveitan og BBC segja í fréttum sínum af handtöku Tchenguiz-bræðra og Kaupþingsmanna í London í morgun að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO tengist m.a. Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi. Viðskipti erlent 9.3.2011 11:23 Airbus fær risasamning Airbus flugvélaverksmiðjurnar hafa fengið risavaxna pöntun frá International Lease Finance sem er stærsta kaupleigufyrirtæki heimsins í flugvélageiranum. Viðskipti erlent 9.3.2011 10:44 Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. Viðskipti erlent 9.3.2011 10:40 Íslendingar fá hálfan milljarð í arð frá Unibrew Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, ætla að greiða hluthöfum sínum 250 milljónir danskra kr., eða rúmlega 5 milljarða kr., í arð eftir árið í fyrra. Þetta þýðir að þeir íslensku aðilar sem enn eiga hluti í Royal Unibrew munu fá rúmlega hálfan milljarð í sinn hlut. Viðskipti erlent 9.3.2011 08:23 Subway hafa tekið fram úr Mc'Donalds Subway veitingahúsakeðjan er orðin sú stærsta í heiminum og tekur því fram úr McDonald's sem hefur verið sú stærsta undanfarin ár. Subway rekur nú yfir þúsund fleiri staði en McDonald's um allan heim. Viðskipti erlent 8.3.2011 22:15 Matthew Lynn: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu Það tekur flesta í heiminum alla ævina að safna 2 milljónum fylgjenda á Twitter. Samt sem áður tók það Charlie Sheen innan við viku að gera slíkt. Viðskipti erlent 8.3.2011 14:39 Hægt að leigja kvikmynd með Facebook krónum Afþreyingarrisinn Warner Bros. Entertainment hefur nú opnað fyrir þann möguleika á Facebook síðu sinni að hægt sé að leigja kvikmynd í gegnum síðuna með því að nota Facebook krónur (Facebook-credits). Viðskipti erlent 8.3.2011 13:53 Hótel d´Angleterre lokar fram á næsta ár Hið sögufræga hótel d´Angleterre verður lokað frá júní í sumar og fram til febrúar á næsta ári. Hinir nýju eigendur hótelsins, sem eitt sinn var í íslenskri eigu, ætla sér að gera verulegar endurbætur á hótelinu. Viðskipti erlent 8.3.2011 09:27 Töluvert dregur úr þrýstingi á olíuverðshækkanir Töluvert hefur dregið úr þrýstingnum á olíuverðhækkanir í morgun og raunar hafa bæði Brent olían og bandaríska léttolían lækkað í verði eða um 1,6%. Stendur Brentolían nú í 113,5 dollurum og léttolían í 104 dollurum á tunnuna. Viðskipti erlent 8.3.2011 08:26 Skortstöður gegn dollaranum slá met Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Viðskipti erlent 7.3.2011 13:46 Magma Energy sameinast Plutonic Power Magma Energy, sem m.a. á HS Orku, hefur sameinast orkufyrirtækinu Plutonic Power Corp. Hið nýja félag mun heita Alterra Power Corp. og mun hlutafé hins nýja félags nema um 575 milljónum dollara eða um 66 milljörðum kr. Viðskipti erlent 7.3.2011 11:34 Jamie Oliver vill skráningu í kauphöll Stjörnukokkurinn Jamie Oliver vill skrá veitingahúsakeðju sína, Jamie´s Italian, í kauphöllina í London. Hann reiknar með að geta aflað um 100 milljóna punda eða nær 19 milljarða kr. í nýju hlutafé. Viðskipti erlent 7.3.2011 10:58 Taprekstur West Ham eykst milli ára Enska úrvalsdeildarliðið West Ham tapaði 20,6 milljónum punda, eða 3,8 milljörðum kr. á síðasta reikningsári sínu sem lauk 31. maí s.l. Brottrekstur Gianfranco Zola og ráðning Avram Grant í stöðu knattspyrnustjóra West Ham bætti 3,4 miljónum punda við tapið á árinu. Viðskipti erlent 7.3.2011 09:45 Charlie Sheen selur kókómjólk á Twitter Charlie Sheen hefur sett leikferil sinn á hilluna í bili og einbeitir sér að viðskiptum í augnablikinu. Sheen hefur tekið að sér að selja Broquiere kókómjólk á Twitter síðu sinni. Kókómjólkin hefur rokselst eftir að Sheen fór að mæla með henni. Viðskipti erlent 7.3.2011 09:09 Olíuverðið á hraðleið í 120 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og stefnir nú hraðbyri í 120 dollara á tunnuna. Verðið fyrir Brent olíuna hækkaði um 1% í morgun og stendur í 117,3 dollurum. Verðið fyrir bandarísku léttolíuna hækkaði um 1,9% og stendur í 106,4 dollurum. Viðskipti erlent 7.3.2011 08:20 King harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín Mervyn King, seðlabankastjóri í Bretlandi, þarf nú að sæta harðri gagnrýni frá virtum hagfræðingum eftir viðvaranir sínar vegna breska bankakerfisins. King sagðist óttast að önnur fjármálakreppa væri framundan ef ekki yrðu gerðar breytingar á bankakerfinu. Viðskipti erlent 5.3.2011 14:48 Olíumálaráðherra Noregs skipt út Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Riis-Johansen, lét af embætti í dag. Eftirmaður hans er Ola Borten Moe, 34 ára gamall þingmaður frá Þrándheimi, sem norskir fjölmiðlar kalla krónprins Miðflokksins. Vangaveltur hafa verið í norskum fjölmiðlum að undanförnu um að olíu- og orkumálaráðherranum kynni að verða skipt út. Það kom því ekki alveg á óvart þegar tilkynnt var um ráðherraskiptin í dag. Viðskipti erlent 4.3.2011 18:50 Evran styrkist gagnvart dollaranum Evran fór í fjögurra mánaða hámark gagnvart dollaranum í kjölfar ummæla bankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, sem sagði í gær að það gæti verið að bankinn myndi hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður í næsta mánuði. Viðskipti erlent 4.3.2011 12:01 Gullæði ríkir í Danmörku Hið himinháa heimsmarkaðsverð á gulli hefur leitt til þess að gullæði er runnið á Dani. Þeir keppast nú við að finna gamla skartgripi, úr og erfðagripi sem þeir selja hjá gullkaupendum í Danmörku. Viðskipti erlent 4.3.2011 08:35 Fésbókin er metin á 7500 milljarða króna Samskiptasíðan Facebook er metin á 7500 milljarða íslenskra króna samkvæmt nýjasta verðmati. Fjárfestingafyrirtækið General Atlantic er um þessar mundir að kaupa hlut í Facebook. Viðskipti erlent 3.3.2011 22:10 Exxon Mobil leitar olíu við Færeyjar Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, hefur ákveðið að hefja olíuleit undan ströndum Færeyja. Bandaríski olíurisinn hefur í því skyni samið við Statoil um að kaupa helmingshlut í þremur leitarleyfum, sem norska olíufélagið hefur fengið úthlutað í færeyska landgrunninu. Viðskipti erlent 3.3.2011 08:57 Horfur batna innan Evrópusambandsins Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra. Viðskipti erlent 3.3.2011 05:00 « ‹ 233 234 235 236 237 238 239 240 241 … 334 ›
Málum í vinnslu fjölgaði í fyrra Um 500 mál eru í vinnslu hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að álag á hana hafi fremur aukist á síðasta ári. Þá voru tekin upp 370 ný mál, en 362 lokið. Viðskipti erlent 10.3.2011 09:00
Carlos Slim ríkastur og Facebook strákarnir í góðum málum Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins. Viðskipti erlent 10.3.2011 08:50
Moody´s lækkar lánshæfi Spánar Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar um eitt hak. Einkunnin lækkaði úr Aa1 niður í Aa2 með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 10.3.2011 08:27
Ekki staðið við samkomulag um bónusa Stóru bankarnir í Bretlandi hafa ekki staðið við samkomulag, sem gert var við stjórnvöld í síðasta mánuði, um að halda kaupaukum æðstu stjórnenda bankanna í skefjum. Viðskipti erlent 10.3.2011 08:17
Indverjar tapa á fjárfestingum í Kaupþingi Um 70 indversk fyrirtæki og einstaklingar munu tapa fé sem þeir fjárfestu í Kaupþingi. Á meðal þeirra er ríkisrekni bankinn Bank of Baroda (BoB), stærsta hugbúnaðarfyrirtæki Indlands Tata Consultancy Service Ltd. (TCS) og margir indverskir einstaklingar, að mestu demantakaupmenn og athafnamenn sem búa ekki á Indlandi. Viðskipti erlent 10.3.2011 08:10
Þarf samt að draga úr rekstrarkostnaði Breski bankinn Northern Rock tapaði 232,4 milljónum punda í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 44 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 10.3.2011 05:00
Kaupþingsaðgerð vekur mikla athygli ytra Umfangsmikil aðgerð efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO og lögreglunnar í London í morgun hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Þetta er m.a. helsta frétt Financial Times á vefsíðu þess blaðs í dag. Viðskipti erlent 9.3.2011 14:18
Tchenguiz-bræður: Erum í fullri samvinnu við lögregluna Þeir Vincent og Robert Tchenguiz segja að þeir séu báðir í fullri samvinnu við lögregluyfirvöld í Bretlandseyjum í tengslum við rannsóknina á málefnum Kaupþings. Viðskipti erlent 9.3.2011 12:38
Bloomberg/BBC: Rannsóknin tengist Edge Bæði Bloomberg fréttaveitan og BBC segja í fréttum sínum af handtöku Tchenguiz-bræðra og Kaupþingsmanna í London í morgun að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO tengist m.a. Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi. Viðskipti erlent 9.3.2011 11:23
Airbus fær risasamning Airbus flugvélaverksmiðjurnar hafa fengið risavaxna pöntun frá International Lease Finance sem er stærsta kaupleigufyrirtæki heimsins í flugvélageiranum. Viðskipti erlent 9.3.2011 10:44
Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. Viðskipti erlent 9.3.2011 10:40
Íslendingar fá hálfan milljarð í arð frá Unibrew Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, ætla að greiða hluthöfum sínum 250 milljónir danskra kr., eða rúmlega 5 milljarða kr., í arð eftir árið í fyrra. Þetta þýðir að þeir íslensku aðilar sem enn eiga hluti í Royal Unibrew munu fá rúmlega hálfan milljarð í sinn hlut. Viðskipti erlent 9.3.2011 08:23
Subway hafa tekið fram úr Mc'Donalds Subway veitingahúsakeðjan er orðin sú stærsta í heiminum og tekur því fram úr McDonald's sem hefur verið sú stærsta undanfarin ár. Subway rekur nú yfir þúsund fleiri staði en McDonald's um allan heim. Viðskipti erlent 8.3.2011 22:15
Matthew Lynn: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu Það tekur flesta í heiminum alla ævina að safna 2 milljónum fylgjenda á Twitter. Samt sem áður tók það Charlie Sheen innan við viku að gera slíkt. Viðskipti erlent 8.3.2011 14:39
Hægt að leigja kvikmynd með Facebook krónum Afþreyingarrisinn Warner Bros. Entertainment hefur nú opnað fyrir þann möguleika á Facebook síðu sinni að hægt sé að leigja kvikmynd í gegnum síðuna með því að nota Facebook krónur (Facebook-credits). Viðskipti erlent 8.3.2011 13:53
Hótel d´Angleterre lokar fram á næsta ár Hið sögufræga hótel d´Angleterre verður lokað frá júní í sumar og fram til febrúar á næsta ári. Hinir nýju eigendur hótelsins, sem eitt sinn var í íslenskri eigu, ætla sér að gera verulegar endurbætur á hótelinu. Viðskipti erlent 8.3.2011 09:27
Töluvert dregur úr þrýstingi á olíuverðshækkanir Töluvert hefur dregið úr þrýstingnum á olíuverðhækkanir í morgun og raunar hafa bæði Brent olían og bandaríska léttolían lækkað í verði eða um 1,6%. Stendur Brentolían nú í 113,5 dollurum og léttolían í 104 dollurum á tunnuna. Viðskipti erlent 8.3.2011 08:26
Skortstöður gegn dollaranum slá met Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Viðskipti erlent 7.3.2011 13:46
Magma Energy sameinast Plutonic Power Magma Energy, sem m.a. á HS Orku, hefur sameinast orkufyrirtækinu Plutonic Power Corp. Hið nýja félag mun heita Alterra Power Corp. og mun hlutafé hins nýja félags nema um 575 milljónum dollara eða um 66 milljörðum kr. Viðskipti erlent 7.3.2011 11:34
Jamie Oliver vill skráningu í kauphöll Stjörnukokkurinn Jamie Oliver vill skrá veitingahúsakeðju sína, Jamie´s Italian, í kauphöllina í London. Hann reiknar með að geta aflað um 100 milljóna punda eða nær 19 milljarða kr. í nýju hlutafé. Viðskipti erlent 7.3.2011 10:58
Taprekstur West Ham eykst milli ára Enska úrvalsdeildarliðið West Ham tapaði 20,6 milljónum punda, eða 3,8 milljörðum kr. á síðasta reikningsári sínu sem lauk 31. maí s.l. Brottrekstur Gianfranco Zola og ráðning Avram Grant í stöðu knattspyrnustjóra West Ham bætti 3,4 miljónum punda við tapið á árinu. Viðskipti erlent 7.3.2011 09:45
Charlie Sheen selur kókómjólk á Twitter Charlie Sheen hefur sett leikferil sinn á hilluna í bili og einbeitir sér að viðskiptum í augnablikinu. Sheen hefur tekið að sér að selja Broquiere kókómjólk á Twitter síðu sinni. Kókómjólkin hefur rokselst eftir að Sheen fór að mæla með henni. Viðskipti erlent 7.3.2011 09:09
Olíuverðið á hraðleið í 120 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og stefnir nú hraðbyri í 120 dollara á tunnuna. Verðið fyrir Brent olíuna hækkaði um 1% í morgun og stendur í 117,3 dollurum. Verðið fyrir bandarísku léttolíuna hækkaði um 1,9% og stendur í 106,4 dollurum. Viðskipti erlent 7.3.2011 08:20
King harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín Mervyn King, seðlabankastjóri í Bretlandi, þarf nú að sæta harðri gagnrýni frá virtum hagfræðingum eftir viðvaranir sínar vegna breska bankakerfisins. King sagðist óttast að önnur fjármálakreppa væri framundan ef ekki yrðu gerðar breytingar á bankakerfinu. Viðskipti erlent 5.3.2011 14:48
Olíumálaráðherra Noregs skipt út Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Riis-Johansen, lét af embætti í dag. Eftirmaður hans er Ola Borten Moe, 34 ára gamall þingmaður frá Þrándheimi, sem norskir fjölmiðlar kalla krónprins Miðflokksins. Vangaveltur hafa verið í norskum fjölmiðlum að undanförnu um að olíu- og orkumálaráðherranum kynni að verða skipt út. Það kom því ekki alveg á óvart þegar tilkynnt var um ráðherraskiptin í dag. Viðskipti erlent 4.3.2011 18:50
Evran styrkist gagnvart dollaranum Evran fór í fjögurra mánaða hámark gagnvart dollaranum í kjölfar ummæla bankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, sem sagði í gær að það gæti verið að bankinn myndi hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður í næsta mánuði. Viðskipti erlent 4.3.2011 12:01
Gullæði ríkir í Danmörku Hið himinháa heimsmarkaðsverð á gulli hefur leitt til þess að gullæði er runnið á Dani. Þeir keppast nú við að finna gamla skartgripi, úr og erfðagripi sem þeir selja hjá gullkaupendum í Danmörku. Viðskipti erlent 4.3.2011 08:35
Fésbókin er metin á 7500 milljarða króna Samskiptasíðan Facebook er metin á 7500 milljarða íslenskra króna samkvæmt nýjasta verðmati. Fjárfestingafyrirtækið General Atlantic er um þessar mundir að kaupa hlut í Facebook. Viðskipti erlent 3.3.2011 22:10
Exxon Mobil leitar olíu við Færeyjar Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, hefur ákveðið að hefja olíuleit undan ströndum Færeyja. Bandaríski olíurisinn hefur í því skyni samið við Statoil um að kaupa helmingshlut í þremur leitarleyfum, sem norska olíufélagið hefur fengið úthlutað í færeyska landgrunninu. Viðskipti erlent 3.3.2011 08:57
Horfur batna innan Evrópusambandsins Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra. Viðskipti erlent 3.3.2011 05:00