Viðskipti innlent

Síminn hagnaðist um 2,8 milljarða króna

Hagnaður Símans nam 2,8 milljörðum króna á fyrsta árs­fjórðungi saman­borið við 762 milljónir króna á sama tíma­bili í fyrra. Hagnaður Símans af sölu upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækisins Sensa til hins norska Cra­yon Group AS nam 2,1 milljarði króna á árs­fjórðungnum og skýrir því stærstan hluta hagnaðarins.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ný­sköpunar­dagur Haga

Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem fram fer í dag. Er nýja sjóðnum ætlað að stuðla að nýsköpun í matvælaiðnaði hér á landi. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. 

Viðskipti innlent

Fyrsta flug Play áætlað 24. júní?

Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. 

Viðskipti innlent

Kaup­máttur ráð­stöfunar­tekna jókst um 2,5 prósent í fyrra

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%.

Viðskipti innlent

Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar

Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra.

Viðskipti innlent

Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný

Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri.

Viðskipti innlent

209 milljóna tap Ríkis­út­varpsins

Ríkisútvarpið tapaði 209 milljónum króna eftir skatta á árinu 2020, samkvæmt rekstrarreikningi sem kynntur var á aðalfundi í dag. Afkoma Ríkisútvarpsins sé þannig neikvæð í fyrsta sinn frá árinu 2014 vegna kórónuveirufaraldursins.

Viðskipti innlent