
Viðskipti innlent

Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa
Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir.

Samherji birtir í dag myndband þar sem RÚV er sakað um að falsa gögn
Útgerðarfélagið Samherji ber Ríkisútvarpið og fréttamanninn Helga Seljan þungum sökum í myndbandi sem fyrirtækið birtir í dag.

Landinn að drukkna í Dönum
Alls flugu 9.949 Danir frá Íslandi í síðasta mánuði og voru þeir fjölmennasti hópur ferðamanna hér.

Volvo innkallaður vegna brunahættu
Bílaumboðið Brimborg hefur innkallað á sjötta tug Volvo-bifreiða vegna bilunar í kælikerfinu, sem í alvarlegustu tilfellunum getur orsakað brunahættu.

Fjárhagsleg endurskipulagning stendur enn yfir
Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair stendur enn yfir.

44 fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafa endurgreitt Vinnumálastofnun
Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna.

Brugðust strax við ábendingum um rape.is
Hin skammlífa vefslóð Rape.is skilar ekki lengur neinum niðurstöðum eftir að netverjar gerðu íslenskum stjórnvöldum viðvart. Vefslóðin vísaði á spjallborð þar sem fram fara umræður um kynferðisbrot, nauðganir og barnaníð eru vegsömuð og notendur deila myndum af börnum.

Tap upp á 212 milljónir hjá Torgi
Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV, tapaði 212 milljónum króna á síðasta ári.

Fjórfalt fleiri farþegar milli mánaða en 87 prósent færri en í fyrra
Þó svo að farþegaflutningar Icelandair í nýliðnum júlímánuði hafi dregist saman milli ára jukust þeir engu að síður umtalsvert milli mánaða, ef marka má mánaðarlegar flutningatölur félagsins.

Ritstjórn DV send heim eftir kórónuveirusmit
Ritstjórn DV, að frátöldum einum starfsmanni, hefur verið gert að sæta sóttkví eftir að upp kom smit á ritstjórninni.

Heildarafli íslenskra skipa minnkaði um 17 prósent milli ára
Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla.

Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu
Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu.

Alvotech gerir risasamning
Íslenski lyfjaframleiðandinn Alvotech og alþjóðlegi lyfjarisinn Teva Pharmaceuticals hafa gert samstarfssamning um þróun, framleiðslu og markaðssetningu fimm líftæknilyfja í Bandaríkjunum.

Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja
Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa.

Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár
Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár.

Lokuðu í miðjum faraldri og opna ekki aftur
Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna.

Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum
Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu.

Dróst að fá upplýsingar um raforkureikning stóriðjunnar
Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra.

Fleiri kjúklingar innkallaðir
Fyrirtækið Reykjagarður hefur stöðvað vinnslu úr tilteknum kjúklingahópi eftir að upp kom grunur um salmonellusmit

Efnalaugar geri hreint fyrir sínum dyrum
Allar þær nítján efnalaugar sem Neytendastofa tók til skoðunar þurfa að gera bragarbót á vefsíðum sínum.

Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar
Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar.

Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu.

Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur
Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei.

Besta helgi ársins varð að þeirri verstu
Tekjusamdráttur um verslunarmannahelgina hjá veitingamanni í Vestmannaeyjum er allt að 95 prósent miðað við árin á undan.

Lífeyrissjóðir hvattir til að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum
Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum.

Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra seldra bíla
Bílar sem ganga fyrir öðru en bensíni og dísil eru 52,4% allra nýrra bíla sem hafa selst það sem af er þessu ári.

Hafa sagt upp viðskiptasamböndum til að sporna gegn smálánastarfsemi
Sparisjóður Strandamanna hefur gripið til viðeigandi ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að innheimta í tengslum við smálánastarfsemi fari fram í gegnum reikninga sjóðsins.

Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa
Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir.

Auglýsingastofan Sahara varð fyrir netárás
Netárás var gerð á Facebook-aðgang auglýsingastofunnar Sahara aðfaranótt 30. júlí og hefur stofan tapað tengingu við aðganginn.

304 blaðberum Póstdreifingar sagt upp
Póstdreifing, sem er í eigu Torgs og Árvakurs, útgefenda Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, hefur sagt upp öllum blaðberum sínum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.