Viðskipti innlent

Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play

Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar.

Viðskipti innlent

Skel kaupir Klett og Kletta­garða á sam­tals 3,8 milljarða

Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

Setja hús Lands­bankans á Akur­eyri á sölu

Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er.

Viðskipti innlent

Ground Zero lokað

Netkaffihúsið og tölvuleikjamiðstöðin Ground Zero kemur til með að loka í lok október. Staðurinn var opnaður fyrst árið 2002 og hefur því verið starfræktur í um 20 ár. 

Viðskipti innlent

„Mögulega erum við búin að gera nóg“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu.

Viðskipti innlent

Sama hleðslu­tengi á alla síma fyrir 2024

Evrópuþingið samþykkti í dag að skylda raftækjaframleiðendur til að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Tengið sem varð fyrir valinu er fyrir svokallaðar USB-C snúrur. Ákvörðun þingsins er sögð vera högg fyrir raftækjaframleiðandann Apple.

Viðskipti innlent

Tinna orðin sér­fræðingur í sjálf­bærni hjá Klöppum

Klappir grænar lausnir hafa ráðið Tinnu Hallgrímsdóttur til starfa. Hún mun gegna stöðu sérfræðings í sjálfbærni hjá fyrirtækinu. Grænar lausnir Klappa miða meðal ann­ars að því að hjálpa fyrirtækjum, sveit­ar­fé­lögum og stofn­unum að byggja upp inn­viði á sviði upp­lýs­inga­tækni til að takast á við miklar áskor­anir sem framundan eru í umhverf­is­mál­um, ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga um að draga úr meng­un.

Viðskipti innlent

Lokar Brynju á næstu vikum

Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna.

Viðskipti innlent