Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Jenný hafi í fjórtán ár starfað á mannauðssviði lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi, áður Actavis.
Á því tímabili gegndi hún ýmsum stöðum innan mannauðsteymisins á miklu breytingarskeiði í sögu lyfjafyrirtækisins. Jenný útskrifaðist með BA gráðu í ítölsku frá Háskóla Íslands og MA gráðu í Vestur-Evrópufræðum frá New York University í Bandaríkjunum.
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim