Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Karitas Ósk Harðardóttir, viðburðarstjóri Innovation Week og einn eigenda brúðkaupsþjónustunnar Stikkfrí, varð eiginlega sjálf hissa á því þegar hún fékk æði fyrir strangheiðarlegum karamellu bakaríssnúðum. Í dag er hún helst með æði fyrir Pilates með vinkonunum. Atvinnulíf 17.5.2025 10:01
Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Viðskipti innlent 16.5.2025 19:00
Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk, eitt verðmætasta fyrirtæki Evrópu, tilkynnti í dag að það hefði rekið forstjóra sinn í skugga vaxandi samkeppni. Í tíð forstjórans hefur hagnaður fyrirtækisins nærri þrefaldast þökk sé þyngdarstjórnunar- og sykursýkislyfja þess. Viðskipti erlent 16.5.2025 14:40
Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Það er ekki ólíklegt að kvíði sé sú tegund vanlíðunar sem flest fólk þekkir á eigin skinni. Því það er enginn, nákvæmlega enginn í heiminum, sem getur sagt að hann/hún hafi aldrei upplifað kvíða yfir einhverju. Atvinnulíf 16.5.2025 07:02
„Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi. Viðskipti innlent 15.5.2025 23:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.5.2025 22:20
Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. Viðskipti innlent 15.5.2025 19:20
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:51
Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjóvá tapaði 540 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var rúmur milljarður, 1.126 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 milljónir króna. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:38
Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Hæstiréttur hefur veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áfrýjunarleyfi í máli áfengisinnflytjandans Distu á hendur stofnuninni vegna áfenga koffíndrykksins Shaker. Landsréttur taldi ÁTVR ekki stætt á því að neita að taka drykkinn í sölu til reynslu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Viðskipti innlent 15.5.2025 15:05
Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. Viðskipti innlent 15.5.2025 13:32
Hefja flug til Edinborgar og Malaga Icelandair hefur flug til fjögurra nýrra áfangastaða í haust. Edinborg og Malaga bætast við sem nýir áfangastaðir í september en áður hafði félagið tilkynnt um flug til Istanbul og Miami. Viðskipti innlent 15.5.2025 12:29
Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Árni Stefánsson hefur látið af störfum sem forstjóri Húsasmiðjunnar. Magnús Guðmann Jónsson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá félaginu, tekur tímabundið við stöðunni. Viðskipti innlent 15.5.2025 10:01
Landsbankinn við Austurstræti falur Landsbankinn hefur auglýst hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík til sölu. Óskað er eftir tilboðum í húsin sem verða aðeins seld í einu lagi. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:58
Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi á miðvikudaginn í næstu viku. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:57
Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:28
Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Lokadagur Nýsköpunarviku, eða Iceland Innovation Week, fer fram í Kolaportinu í Reykjavík í dag. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:01
Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags. Bjarni kemur þaðan frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri. Bjarni kom einnig að opnun verslunar Prís í Kópavogi. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi. Viðskipti innlent 15.5.2025 08:34
„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. Atvinnulíf 15.5.2025 07:04
Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Streymisveitan Max, sem hét áður HBO Max, hefur fengið nýtt nafn. Hún heitir nú aftur HBO Max. Upprunalega hét streymisveitan HBO Now. Þegar Warner Bros. Discovery varð til árið 2020 fékk hún nafnið HBO Max en árið 2023 var sú ákvörðun tekin að breyta nafninu í Max. Viðskipti erlent 14.5.2025 16:23
Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn. Viðskipti innlent 14.5.2025 15:49
Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Íslandsbanki hafa boðað til opins kynningarfundar um yfirstandandi hlutafjárútboð í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan 16:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 14.5.2025 15:45
Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Pílustaðnum Skor hefur verið meinað að hafa opið lengur á kvöldin samkvæmt úrskurði umhverfis- og auðlindamála. Þar staðfesti nefndin ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 10. janúar 2025 um að synja umsókn um aukinn opnunartíma fyrir veitingastaðinn Skor. Viðskipti innlent 14.5.2025 14:23