Viðskipti

Musk í­hugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter

Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu.

Viðskipti erlent

Kara Connect tryggir sér 828 milljónir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga.

Viðskipti innlent

Gæludýrasamfélagið blómstrar í Dýrheimum

Gæludýrum hefur fjölgað á Íslandi síðustu ár. Hunda- og kattasamfélagið er einna stærst og biðlistar langir hjá mörgum ræktendum. Ingibjörg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrheima segir ábyrgðarhlutverk að eiga gæludýr og bæði dýrin og eigendurnir þurfi ákveðna þjónustu. Dýrheimar vinni að því að bjóða upp á einstaka þjónustu á Íslandi sem nefnist Samfélagið en Samfélag Dýrheima er byggt á fjórum grunnþáttum, næringu, vellíðan, félagsskap og hreyfiafli.

Samstarf

Davíð í Unity og Ný­sköpunar­vika efna til lofts­lags­við­burðarins „Ok, bye“ í Hörpu

Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni.

Viðskipti innlent

Öryggis­mið­stöðin hlýtur Þekkingar­verð­laun FVH

Öryggismiðstöðin hlýtur Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga árið 2022. Í ár voru verðlaunin veitt því fyrirtæki sem að mati dómnefndar þótti hafa sýnt einstaka aðlögunarhæfni á umbrotatímum. FVH veitir verðlaunin en það var Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti verðlaunin.

Viðskipti innlent

Náðir þú að pakka? Neyðarsöfnun UN Women fyrir konur og stúlkur á flótta

„Við megum ekki sofna á verðinum gagnvart því sem er að eiga sér stað í heiminum í þessum töluðu orðum. Raunveruleikinn er sá sem hann er þó þol okkar gagnvart fréttum af stríðinu dvíni og því gríðarlega mikilvægt að tryggja að hjálparsamtök hafi áfram bolmagn til að veita lífsbjargandi aðstoð,“ segir María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi en samtökin hafa hrundið af stað neyðarstöfnuninni „Náðir þú að pakka?“

Samstarf