Viðskipti

Vilja banna ríkisstarfsmönnum að nota Tiktok
Bandarískum alríkisstarfsmönnum verður bannað að nota kínverska samfélagsmiðilinn Tiktok á tækjum í eigum ríkisins verði frumvarp að um útgjöld ríkisins að lögum í óbreyttri mynd. Þarlend yfirvöld telja forritið geta ógnað þjóðaröryggi.

Bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund kall og neytendur jafn hneykslaðir og 2008
Þau tímamót urðu nýverið að verð á bíómiða er í fyrsta sinn komið yfir tvö þúsund krónur. Neytendur sem fréttastofa tók tali sögðu verðið sláandi en lýsandi fyrir efnahagsástandið í landinu. Þá bíti verðbólgan fast í jólainnkaupunum þetta árið.

Fullkominn gljái á hamborgarhrygginn
Íslendingar halda fast í hefðirnar á jólum og sá réttur sem ratar hvað oftast á jólaborðið er saltað og reykt grísakjöt, hamborgarhryggurinn sjálfur. Sögu hamborgarhryggsins má rekja til Þýskalands en Íslendingar komust þó á bragðið frá Danmörku. Ali hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og ein sá vinsælasti á markaðinum.

Bankman-Fried samþykkir að vera framseldur
Lögmaður Sams Bankman-Frieds, stofnanda FTX, segir hann tilbúinn að svara til saka í Bandaríkunum vegna falls rafmyntakauphallarinnar. Undirbúningur að framsali hans til Bandaríkjanna hefjist nú.

Pieta hlaut milljón krónu jólastyrk
Pieta samtökin hlutu á föstudag 1 milljóna króna jólastyrk frá N1. Árlega velur starfsfólk fyrirtækisins góðgerðarmálefni til að styrkja en þetta er annað árið í röð sem Pieta samtökin verða fyrir valinu. Auk samtakanna valdi starfsfólk N1 að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Mæðrastyrksnefnd Akraness fyrir þessi jól.

Hafa birt hönnun fyrstu peningaseðlanna með andliti Karls konungs
Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hefur birt útlit nýrra peningaseðla sem munu skarta andliti hins nýja þjóðhöfðingja Bretlands, Karls III konungs.

Risatekjur af Thule-herstöðinni færast til grænlensks fyrirtækis
Gríðarlegar tekjur af Thule-herstöðinni á Grænlandi færast á ný í hendur grænlensks fyrirtækis með verktaka- og þjónustusamningi við bandaríska flugherinn. Samningurinn var kynntur um helgina og hljóðar upp á nærri fimmtíu milljarða íslenskra króna á ári.

Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa
Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði.

Fimm bætast í hóp eigenda hjá KPMG
Ásgeir Skorri Thoroddsen, Díana Hilmarsdóttir, Helgi Níelsson, Lilja Dögg Karlsdóttir og Sigurvin Bárður Sigurjónsson hafa bæst í eigendahóp KPMG.

Ólafur nýr framkvæmdastjóri hjá Nova
Ólafur Magnússon hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra tækni og nýsköpunar hjá Nova.

Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit
Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Blæs til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta
Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, hefur blásið til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta sem forstjóri. Hann kveðst ætla að fylgja niðurstöðunni.

Twitter bannar hlekki á aðra samfélagsmiðla
Samfélagsmiðillinn Twitter hyggst banna færslur sem vísa eingöngu á aðra samfélagsmiðla. Miðillinn mun einnig eyða aðgöngum sem aðeins eru notaðir til að auglýsa efni á öðrum samfélagsmiðlum.

Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga
Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn.

Viðskiptafréttir ársins 2022: Skattsvik, klikkaður fasteignamarkaður og úrræðagóðir Akureyringar
Árið 2022 í viðskiptalífinu einkenndist af því að í fyrsta sinn frá því snemma árs 2020 komst lífið aftur í venjubundið horft eftir tveggja ára kórónuveirufaraldur.

Musk leitar að auknu fjármagni
Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara.

Leðurbuxur, hringur í nef og nafla og permanent en toppnum náð á fermingadaginn
Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona og kennari viðurkennir að hafa farið alla leið í tískunni sem unglingur. Permanent tólf ára, hringur í nefið og rakaði af sér hárið einhverjum árum síðar. Í unglingatískunni segist hún samt hafa toppað sjálfan sig á fermingardaginn.

„Íslendingar eru algjörir bruðlarar“
Nú þegar kuldakast ríður yfir landið og sundlaugum hefur verið lokað til að spara heitt vatn hefur umræða um notkun heitra potta á heimilum sprottið upp á samfélagsmiðlum. Fiskikóngurinn og einn helsti pottasölumaður landsins, Kristján Berg Ásgeirsson segir Íslendinga gjarnan bruðla með heitt vatn. Mörg tonn af vatni fari í notkun á hitaveitupottum.

Hlupu móðir úr strætó á milli verslana í leit að Prime
Öngþveiti skapaðist í verslunum í dag þegar börn freistuðu þess að kaupa sér nýja íþróttadrykkinn Prime. Sumir ferðuðust á milli verslana með strætó í leit að drykknum sem tröllríður nú samfélagsmiðlum. Verslunarstjóri hjá Krónunni segist aldrei hafa séð annað eins ástand.

Lækka endurgreiðslu á rafbílum en fjölga þeim sem geta fengið
Hámarksendurgreiðsla á virðisaukaskatti við kaup á rafmagns- og vetnisbílum lækkar á árinu 2023 úr 1,56 milljónum króna í 1,32 milljónir króna. Hámarksfjöldi bíla sem geta sótt slíka ívilnun hefur verið fjölgað úr fimmtán þúsund í tuttugu þúsund. Þetta kemur fram í nýsamþykktu frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Hörður í Macland ráðinn til Vaxa Technologies
Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur hafið störf sem sölu- og markaðsstjóri hátæknifyrirtækisins Vaxa Technologies.

Íslandsbanki hækkar vexti
Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka vexti frá og með mánudeginum 19. desember næstkomandi. Breytingarnar tala gildi í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember þar sem stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig, úr 5,75 prósent í sex prósent.

Logi nýr framkvæmdastjóri hjá Símanum
Logi Karlsson hefur verið ráðinn til Símans sem framkvæmdastjóri tækniþróunarsviðs. Hann kemur til starfa fljótlega á nýju ári.

Lyfja valið markaðsfyrirtæki ársins 2022
Lyfja var valið markaðsfyrirtæki ársins þegar íslensku markaðsverðlaunin voru afhent í gærkvöldi í 29. skipti við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þetta er í fyrsta skipti sem Lyfja hlýtur þessa viðurkenningu.

N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt
Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði.

Eva Laufey tekur sæti í framkvæmdastjórn Hagkaups
Eva Laufey Kjaran er nýr meðlimur framkvæmdastjórnar Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir líta björtum augum til framtíðarinnar. Eva hefur starfað sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups síðan í maí á þessu ári.

Ingibjörg ráðin til Great Place to Work
Ingibjörg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá Great Place to Work (GPTW), alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu. Ingibjörg er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað erlendis og mun starfa hér fyrir GPTW.

Erling frá Deloitte til Carbfix
Erling Tómasson viðskiptafræðingur og endurskoðandi hefur verið ráðinn til að stýra rekstri og fjármálum Carbfix. Hann hefur nú þegar tekið til starfa.

Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni
Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks.

Stóra fröllumálið: Tollalækkun „lítið skref fyrir Alþingi en stórt skref fyrir franskar kartöflur“
Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram.