Viðskipti

Óttast að ferða­­þjónustunni blæði út

Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar.

Viðskipti innlent

Verðbólga í hæstu hæðum

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands.  Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012.

Viðskipti innlent

Ráðin markaðs­stjóri RV

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Rekstrarvara, RV. Hún tekur við starfinu af Kristbirni Jónssyni sem verður yfirmaður heilbrigðissviðs og gæðastjóri fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Hag­kaup frestar Dönskum dögum í ljósi að­stæðna

Stjórnendur Hagkaups hafa tekið ákvörðun um að fresta fyrirhöguðum Dönskum dögum um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna. Líkt og frægt er orðið töpuðu Danir fyrir Frökkum í mikilvægum leik á EM í handbolta í gærkvöldi en með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin.

Viðskipti innlent

„Það eru allir að boða hækkanir“

Búast má við að verðhækkanir á næstu vikum muni svipa til þeirra sem sáust eftir hrun, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Hins vegar sé staðan í dag sú að bæði innlendir og erlendir aðilar hafi boðað hækkanir en að í hruninu hafi það nær eingöngu átt við um innfluttar vörur. Hann segir allt gert til þess að milda hækkanirnar eins og hægt er.

Neytendur

Stóra bíla­salan braut lög

Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum.

Viðskipti innlent