Um er að ræða gerð af símanum sem var einungis með fjögur gígabæt í geymslupláss. Þessi gerð var ekki ýkja vinsæl á sínum tíma sökum þess hve lítið minna það kostaði að fá tvöfalt meira geymslupláss.
Síminn kostaði upphaflega 599 dollara en sama gerð með átta gígabæta geymsluplássi kostaði einungis hundrað dollurum meira. Þegar liðnir voru um tveir mánuðir frá útgáfu símans var ákveðið að hætta að framleiða símann einungis með átta gígabæta geymslupláss.
Svona símar eru því nokkuð sjaldgæfir. Auk þess hefur hann aldrei verið opnaður og er ennþá í plastinu. Samkvæmt BBC bárust alls tuttugu og átta boð í símann.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem iPhone sími selst á uppboði sem þessu. Fyrr á þessu ári var annar iPhone sími af fyrstu kynslóð seldur á uppboði. Sá seldist þó ekki fyrir alveg jafn háa fjárhæð.