Fyrirtækin losa um budduna 25. júní 2004 00:01 Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér. Fréttir Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér.
Fréttir Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira