Valur, ÍBV og KR komin áfram 9. júlí 2004 00:01 Valur, ÍBV og KR tryggðu sér öll sæti undanúrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Spennan var mest á Hlíðarenda þar sem heimamenn höfðu sigur gegn Blikastúlkum eftir framlengdan leik. Valsstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars kvenna með 2-1 sigri á Breiðablik í veðurblíðunni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði sigurmarkið í framlengingu, en Blikastúlkur, sem léku einum færri heilar 75 mínútur af leiktímanum, börðust af miklu harðfylgi. Það var Erna Björk Sigurðardóttir sem kom gestunum yfir á 52. mínútu, sex mínútum eftir að markmanninum Elsu Hlín Einarsdóttur hafði verið vikið af leikvelli fyrir að handleika knöttinn slysalega utan teigs. Leikmenn Vals náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn sem skyldi og var það ekki fyrr en Laufey Ólafsdóttir kom inn á að hlutirnir fóru að gerast. Katrín Jónsdóttir jafnaði metin á 65. mínútu eftir aukaspyrnu Laufeyjar, en eftir markið fundu leikmenn Vals fáar glufur á afar sterkri og skipulagðri vörn Blika. Það gerði hinsvegar áðurnefnd Dóra í upphafi framlengingarinnar og skildi það mark liðin af á endanum. Blikar höfðu hreinlega ekki orku í að gera almennilega atlögu að marki Vals. KR-stúlkur eru einnig komnar í undanúrslitin en þær áttu samt í miklum erfiðleikum með Þór/KA/KS þegar þær mættu þeim á Akureyrarvellinum í gær. KR-ingar höfðu unnið þær 9-0 fyrr í vikunni og fór það í þær að þær gátu ekki leikið þann leik eftir. Það má þakka það hversu vel Þór/KA/KS stóð sig í vörninni og hversu vel Telma Ýr Unnsteinsdóttir náði að gæta Hólmfríðar Magnúsdóttur en hún sást lítið í leiknum. Þór/KA/KS gekk illa að skapa sér færi í leiknum en undir lokin áttu Guðrún Soffia Viðarsdóttir þó skot í stöngina og Laufey Björnsdóttir rétt yfir. KR-ingar settu mark í leikinn rétt undir lok fyrri hálfleiks og náði Katrín Ómarsdóttir að innsigla sigurinn með því að skjóta að marki á miðjum vallarhelmingi Þór/KA/KS. Sandra hafði þá gert sig seka um að vera kominn helst til of langt frá markinu. Sanngjarn sigur þótt að KR-stúlkur vildu örugglega hafa hann stærri en þær náðu ekki að nýta mörg þeirra færa sem þær komust í. Mikið breyttur leikur frá Þór/KA/KS og greinilegt að Guðrún Soffía kemur til með að styrkja leik þeirra mikið. Eyjastúlkur urðu síðan þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum með afar öruggum sigri á 1. deildarliði Þróttar og urðu lokatölurnar 8-0, heimamönnum í vil. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir skoruðu sín mörkin tvö fyrir íBV. Fyrir leikinn var búist við að þetta yrði erfitt fyrir gestina enda mikill styrkleikamunur á liðunum, og sú varð enda raunin. Leikmenn Þróttara fá hinsvegar hrós fyrir að berjast allan leiktímann af hörku. Heimamenn hefðu auðveldlega getað farið með stærri sigur af hólmi en góður leikur markmanns Þróttar kom í veg fyrir það. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Valur, ÍBV og KR tryggðu sér öll sæti undanúrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Spennan var mest á Hlíðarenda þar sem heimamenn höfðu sigur gegn Blikastúlkum eftir framlengdan leik. Valsstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars kvenna með 2-1 sigri á Breiðablik í veðurblíðunni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði sigurmarkið í framlengingu, en Blikastúlkur, sem léku einum færri heilar 75 mínútur af leiktímanum, börðust af miklu harðfylgi. Það var Erna Björk Sigurðardóttir sem kom gestunum yfir á 52. mínútu, sex mínútum eftir að markmanninum Elsu Hlín Einarsdóttur hafði verið vikið af leikvelli fyrir að handleika knöttinn slysalega utan teigs. Leikmenn Vals náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn sem skyldi og var það ekki fyrr en Laufey Ólafsdóttir kom inn á að hlutirnir fóru að gerast. Katrín Jónsdóttir jafnaði metin á 65. mínútu eftir aukaspyrnu Laufeyjar, en eftir markið fundu leikmenn Vals fáar glufur á afar sterkri og skipulagðri vörn Blika. Það gerði hinsvegar áðurnefnd Dóra í upphafi framlengingarinnar og skildi það mark liðin af á endanum. Blikar höfðu hreinlega ekki orku í að gera almennilega atlögu að marki Vals. KR-stúlkur eru einnig komnar í undanúrslitin en þær áttu samt í miklum erfiðleikum með Þór/KA/KS þegar þær mættu þeim á Akureyrarvellinum í gær. KR-ingar höfðu unnið þær 9-0 fyrr í vikunni og fór það í þær að þær gátu ekki leikið þann leik eftir. Það má þakka það hversu vel Þór/KA/KS stóð sig í vörninni og hversu vel Telma Ýr Unnsteinsdóttir náði að gæta Hólmfríðar Magnúsdóttur en hún sást lítið í leiknum. Þór/KA/KS gekk illa að skapa sér færi í leiknum en undir lokin áttu Guðrún Soffia Viðarsdóttir þó skot í stöngina og Laufey Björnsdóttir rétt yfir. KR-ingar settu mark í leikinn rétt undir lok fyrri hálfleiks og náði Katrín Ómarsdóttir að innsigla sigurinn með því að skjóta að marki á miðjum vallarhelmingi Þór/KA/KS. Sandra hafði þá gert sig seka um að vera kominn helst til of langt frá markinu. Sanngjarn sigur þótt að KR-stúlkur vildu örugglega hafa hann stærri en þær náðu ekki að nýta mörg þeirra færa sem þær komust í. Mikið breyttur leikur frá Þór/KA/KS og greinilegt að Guðrún Soffía kemur til með að styrkja leik þeirra mikið. Eyjastúlkur urðu síðan þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum með afar öruggum sigri á 1. deildarliði Þróttar og urðu lokatölurnar 8-0, heimamönnum í vil. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir skoruðu sín mörkin tvö fyrir íBV. Fyrir leikinn var búist við að þetta yrði erfitt fyrir gestina enda mikill styrkleikamunur á liðunum, og sú varð enda raunin. Leikmenn Þróttara fá hinsvegar hrós fyrir að berjast allan leiktímann af hörku. Heimamenn hefðu auðveldlega getað farið með stærri sigur af hólmi en góður leikur markmanns Þróttar kom í veg fyrir það.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti