Framúrkeyrslur óviðunandi 12. júlí 2004 00:01 Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira