Framúrkeyrslur óviðunandi 12. júlí 2004 00:01 Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin telji þessa umframeyðslu óviðunandi enda "gerir hún að engu markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur." Ríkisendurskoðun leggur til að farið verði sérstaklega yfir stöðu þeirra stofnana sem hafi safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. "Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum. Ef stjórnvöld ætla þessum stofnunum ekki að draga verulega saman rekstur sinn til að jafna hallann er ljóst að þær þurfa á sérstökum fjárveitingum að halda," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun rekur frávik ríkisrekstrarins frá fjárlögum; meðal annars það að fjárlög ársins 2003 gerðu ráð fyrir 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi en í reynd varð hallinn 9,1 milljarður króna. Þá segir að í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir um 1 prósent hækkun á samneyslu en reyndin hafi verið 7,1 prósent hækkun. Þá voru lántökur meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að áætlanagerð ráðuneyta og ríkisstofnanna hafi almennt batnað á undanförnum árum þótt halli stofnana sem fóru umfram fjárheimildir á árinu 2003, hafi aukist. Í skýrslunni er tímabilið 1999 til 2002 skoðað sérstaklega. Í ljós kemur að á því tímabili fékk ríkið 38,2 milljarða króna meira í skatttekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld voru hins vegar um nítíu milljörðum króna hærri og útskýrir hækkun lífeyrisskuldbindinga 32 milljarða af því.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira