Veirur orðnar fleiri en í fyrra 17. október 2005 23:41 Þótt árið 2004 sé rétt hálfnað eru tölvuveirur þegar orðnar fleiri en allt árið 2003. Sasser kallaðist sá síðasti og gerði stormandi ólukku víða um heim, einn af mörgum ormum með mörgum afbrigðum, en slíkir ormar virðast einmitt vera í sérstakri tísku nú um stundir, ef þannig má að orði komast. Þetta má lesa á vef Tæknivals, taeknival.is.Í sumum tilvikum eru afbrigðin orðin svo mörg að stafrófið dugar ekki til. Þannig er nú kominn á kreik ormur sem kallast Bagle.ab! Forverar hans höfðu étið upp allt stafrófið og því þarf að byrja á nýjan leik. Allir vita að tölvuveirur valda ekki aðeins usla, þær valda líka beinu og óbeinu fjárhagstjóni. Fyrirtæki sem lendir í því að tölvukerfið hrynur vegna veiru verður fyrir miklum fjárhagsskaða en jafnvel þótt veirur gangi ekki að tölvukerfum í rúst skaprauna þær starfsmönnum og draga úr framleiðni hjá stofnunum og einkafyrirtækjum. Til marks um tjónið af völdum Sassers má nefna að það er metið á 500 milljónir dala á heimsvísu. Mikil upphæð en þó smá þegar horft er til tjónsins sem MyDoom hefur valdið; sérfræðingur hjá veiruvarnarfyrirtæki telur að í árslok verði sá skaði metinn á 4 milljarða dala. Fyrsta afbrigðið af Sasser var uppgötvað í byrjun maí. Á fáeinum dögum var fimm nýjum afbrigðum sleppt lausum. Jafnvel eftir að þýskir táningurinn sem játað hefur ormasmíðina var handsamaður skaut nýtt afbrigði upp kollinum. F-afbrigðið. Og það er ekkert lát á ormum - þriðjudaginn 11. maí var enn á ný uppgötvaður nýr fjári. Wallon kallast hann og beinir spjótum sínum að notendum Windows Media Player. Á hverju ári eru búnar til um 75 þúsund mismunandi tölvuveirur. Aðeins lítið brot af þessum fjölda reynist valda einhverjum skaða, eða um 1000 veirur árlega. Baráttan gegn Sasser og hans líkum er að mati eins af stjórnendum veiruvarnarfyrirtækisins Trend Micro þrungin alls kyns siðferðilegum álitamálum. Hann spurði einfaldlega í ljósi ofangreindra staðreynda: Er það þá glæpur að forrita veiru? Sjálfur svarar hann spurningunni á þann veg að líkast til sé ekkert ólöglegt við smíðina eina svo fremi veiran sé ekki send í dreifingu, enda sé veiran aðeins tölvukóði. Að skrifa slíkan tölvukóða geti jafnvel verið varið af stjórnarskránni, undir fyrstu málsgreininni um tjáningarfrelsið! Ýmsir hafa vakið athygli á því að lögregluyfirvöld sýna einmitt tölvuveirum lítinn áhuga - nema auðvitað þeim allra stærstu eins og Sasser. Almennt má hins vegar segja að veiruhöfundar gangi lausir án þess að vera hundeltir af löggunni. Þeir sem bera ábyrgð á rannsókn slíkra mála telja nefnilega að sökum þess að veirur eru svo almennar og meðaltalstjónið hjá hverjum tölvunotanda svo lítið að önnur glæpastarfsemi sem tengist Netheimum eigi að hafa forgang. Rannsóknir á tölvuglæpum eins og fjársvikum og fjárdrætti eru skör hærra settar. Stjórnandinnn hjá Trend Micro telur að vegna þess að tölfræðilegar líkur benda til þess að allar tölvur sýkist af völdum veiru fyrr eða síðar séu lögregluyfirvöld ekki með veirur ofarlega á blaði. Hann telur að stofnanir eins og alríkislögreglan FBI hafi miklu meiri áhuga á Netglæpum þar sem peningar hverfa. Á það hefur verið bent að sökum þess að Netið er án landamæra sé dreifing á veirum barnaleikur einn auk þess sem ólík lög gilda um slík forrit og dreifingu þeirra frá einu landi til annars, sem m.a. getur leitt til vandkvæða við handtöku og málsmeðferð höfunda veiranna. Leitin af uppruna veira verður einnig sífellt flóknari því höfundarnir nota gjarnan nanflausar Nettengdar tölvur á kaffihúsum eða almenningsbókasöfnum þar sem ekki er krafist skilríkja áður en sest er fyrir framan tölvuskjáinn. Þar geta veirusmiðirnir laumað inn disklingi og komið veirunni í umferð um heim allan án þess nokkur grunur falli á viðkomandi Netnotanda. Þá er heldur enginn rafrænn slóði til að fylgja sem rekja mætti til einstaklings. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist baráttan við tölvuveirurnar býsna máttlaus því vopnin vantar. Af því leiðir að ekkert er í sjónmáli sem gefur okkur fyrirheit um veirulausa Netheima - því það er alltaf einhver nógu vitlaus til þess að láta undan forvitninni og opna viðhengi með slíkum skratta. Og þá er fjandinn laus! Tækni Viðskipti Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þótt árið 2004 sé rétt hálfnað eru tölvuveirur þegar orðnar fleiri en allt árið 2003. Sasser kallaðist sá síðasti og gerði stormandi ólukku víða um heim, einn af mörgum ormum með mörgum afbrigðum, en slíkir ormar virðast einmitt vera í sérstakri tísku nú um stundir, ef þannig má að orði komast. Þetta má lesa á vef Tæknivals, taeknival.is.Í sumum tilvikum eru afbrigðin orðin svo mörg að stafrófið dugar ekki til. Þannig er nú kominn á kreik ormur sem kallast Bagle.ab! Forverar hans höfðu étið upp allt stafrófið og því þarf að byrja á nýjan leik. Allir vita að tölvuveirur valda ekki aðeins usla, þær valda líka beinu og óbeinu fjárhagstjóni. Fyrirtæki sem lendir í því að tölvukerfið hrynur vegna veiru verður fyrir miklum fjárhagsskaða en jafnvel þótt veirur gangi ekki að tölvukerfum í rúst skaprauna þær starfsmönnum og draga úr framleiðni hjá stofnunum og einkafyrirtækjum. Til marks um tjónið af völdum Sassers má nefna að það er metið á 500 milljónir dala á heimsvísu. Mikil upphæð en þó smá þegar horft er til tjónsins sem MyDoom hefur valdið; sérfræðingur hjá veiruvarnarfyrirtæki telur að í árslok verði sá skaði metinn á 4 milljarða dala. Fyrsta afbrigðið af Sasser var uppgötvað í byrjun maí. Á fáeinum dögum var fimm nýjum afbrigðum sleppt lausum. Jafnvel eftir að þýskir táningurinn sem játað hefur ormasmíðina var handsamaður skaut nýtt afbrigði upp kollinum. F-afbrigðið. Og það er ekkert lát á ormum - þriðjudaginn 11. maí var enn á ný uppgötvaður nýr fjári. Wallon kallast hann og beinir spjótum sínum að notendum Windows Media Player. Á hverju ári eru búnar til um 75 þúsund mismunandi tölvuveirur. Aðeins lítið brot af þessum fjölda reynist valda einhverjum skaða, eða um 1000 veirur árlega. Baráttan gegn Sasser og hans líkum er að mati eins af stjórnendum veiruvarnarfyrirtækisins Trend Micro þrungin alls kyns siðferðilegum álitamálum. Hann spurði einfaldlega í ljósi ofangreindra staðreynda: Er það þá glæpur að forrita veiru? Sjálfur svarar hann spurningunni á þann veg að líkast til sé ekkert ólöglegt við smíðina eina svo fremi veiran sé ekki send í dreifingu, enda sé veiran aðeins tölvukóði. Að skrifa slíkan tölvukóða geti jafnvel verið varið af stjórnarskránni, undir fyrstu málsgreininni um tjáningarfrelsið! Ýmsir hafa vakið athygli á því að lögregluyfirvöld sýna einmitt tölvuveirum lítinn áhuga - nema auðvitað þeim allra stærstu eins og Sasser. Almennt má hins vegar segja að veiruhöfundar gangi lausir án þess að vera hundeltir af löggunni. Þeir sem bera ábyrgð á rannsókn slíkra mála telja nefnilega að sökum þess að veirur eru svo almennar og meðaltalstjónið hjá hverjum tölvunotanda svo lítið að önnur glæpastarfsemi sem tengist Netheimum eigi að hafa forgang. Rannsóknir á tölvuglæpum eins og fjársvikum og fjárdrætti eru skör hærra settar. Stjórnandinnn hjá Trend Micro telur að vegna þess að tölfræðilegar líkur benda til þess að allar tölvur sýkist af völdum veiru fyrr eða síðar séu lögregluyfirvöld ekki með veirur ofarlega á blaði. Hann telur að stofnanir eins og alríkislögreglan FBI hafi miklu meiri áhuga á Netglæpum þar sem peningar hverfa. Á það hefur verið bent að sökum þess að Netið er án landamæra sé dreifing á veirum barnaleikur einn auk þess sem ólík lög gilda um slík forrit og dreifingu þeirra frá einu landi til annars, sem m.a. getur leitt til vandkvæða við handtöku og málsmeðferð höfunda veiranna. Leitin af uppruna veira verður einnig sífellt flóknari því höfundarnir nota gjarnan nanflausar Nettengdar tölvur á kaffihúsum eða almenningsbókasöfnum þar sem ekki er krafist skilríkja áður en sest er fyrir framan tölvuskjáinn. Þar geta veirusmiðirnir laumað inn disklingi og komið veirunni í umferð um heim allan án þess nokkur grunur falli á viðkomandi Netnotanda. Þá er heldur enginn rafrænn slóði til að fylgja sem rekja mætti til einstaklings. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist baráttan við tölvuveirurnar býsna máttlaus því vopnin vantar. Af því leiðir að ekkert er í sjónmáli sem gefur okkur fyrirheit um veirulausa Netheima - því það er alltaf einhver nógu vitlaus til þess að láta undan forvitninni og opna viðhengi með slíkum skratta. Og þá er fjandinn laus!
Tækni Viðskipti Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira