Stjórnin þarf ný andlit 26. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé það eindreginn ásetningur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að halda samstarfinu áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áföllin að undanförnu og skoðanakannanir, sem sýna að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meirihluta kjósenda, ættu þeir á haustdögum, þegar skipt verður um manninn í brúnni, að huga að róttækum breytingum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Þó að stjórnmál snúist að sönnu um málefni skiptir ásýnd eða ímynd miklu máli. Einn þáttur í að bæta hana er að velja menn til forystu sem höfða til kjósenda, ná sambandi við þá og hafa traust þeirra. Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til að skapa ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug og hjörtu kjósenda. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Jónína Bjartmarz hafa sýnt að undanförnu að töggur er í þeim. Þau yrðu áreiðanlega öflugir ráðherrar. Sama er að segja um Kristinn H. Gunnarsson, en líklega er óraunsætt að ætlast til þess að Framsóknarflokkurinn geri hann að ráðherra, þar sem nú orðið er nánast litið á hann sem stjórnarandstæðing innan flokksins. Í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sýnt ótvíræða forystuhæfileika og áunnið sér álit og vinsældir langt fyrir utan raðir flokksins. Það væri sterkur og djarfur leikur að gera hann að ráðherra í haust. Og það jaðrar við hneyksli að einhver öflugasti þingmaður sjálfstæðismanna, Einar K. Guðfinnsson, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið sæti í ríkisstjórn. Nú er tækifæri. Raunar eru fleiri þingmenn sem áhugavert væri að sjá spreyta sig í ráðherrasætum í haust svo sem Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Birgisson og Pétur Blöndal. Því miður eru þessar vangaveltur líklega skýjaskraf eitt. Ósennilegt er að stjórnarflokkarnir hafi kjark og þrek til að standa fyrir róttækum breytingum á ríkisstjórninni í haust. Svo virðist sem hjónabandinu á stjórnarheimilinu sé fremur haldið við til að bjarga andlitinu út á við eða af misskilinni tillitssemi en af gagnkvæmri ást, hrifningu og trausti. Fréttir sem borist hafa af daðri við aðra flokka koma þess vegna ekki á óvart. Og sannleikurinn er sá að stundum getur verið skynsamlegt að binda enda á erfið hjónabönd frekar en að halda samvistum áfram með tilheyrandi vanlíðan og leiðindum fyrir hjónin, fjölskylduna, vini og vandamenn. Úrslit þingkosninganna í fyrravor voru engin sérstök traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina. Þá var ákveðið að þrauka áfram þrátt fyrir ágjöfina. Umhugsunarefni er hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun. Miklu skiptir að framhaldið í haust verði yfirvegað af raunsæi áður en nokkrum leiðum er lokað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé það eindreginn ásetningur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að halda samstarfinu áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áföllin að undanförnu og skoðanakannanir, sem sýna að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meirihluta kjósenda, ættu þeir á haustdögum, þegar skipt verður um manninn í brúnni, að huga að róttækum breytingum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Þó að stjórnmál snúist að sönnu um málefni skiptir ásýnd eða ímynd miklu máli. Einn þáttur í að bæta hana er að velja menn til forystu sem höfða til kjósenda, ná sambandi við þá og hafa traust þeirra. Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til að skapa ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug og hjörtu kjósenda. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Jónína Bjartmarz hafa sýnt að undanförnu að töggur er í þeim. Þau yrðu áreiðanlega öflugir ráðherrar. Sama er að segja um Kristinn H. Gunnarsson, en líklega er óraunsætt að ætlast til þess að Framsóknarflokkurinn geri hann að ráðherra, þar sem nú orðið er nánast litið á hann sem stjórnarandstæðing innan flokksins. Í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sýnt ótvíræða forystuhæfileika og áunnið sér álit og vinsældir langt fyrir utan raðir flokksins. Það væri sterkur og djarfur leikur að gera hann að ráðherra í haust. Og það jaðrar við hneyksli að einhver öflugasti þingmaður sjálfstæðismanna, Einar K. Guðfinnsson, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið sæti í ríkisstjórn. Nú er tækifæri. Raunar eru fleiri þingmenn sem áhugavert væri að sjá spreyta sig í ráðherrasætum í haust svo sem Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Birgisson og Pétur Blöndal. Því miður eru þessar vangaveltur líklega skýjaskraf eitt. Ósennilegt er að stjórnarflokkarnir hafi kjark og þrek til að standa fyrir róttækum breytingum á ríkisstjórninni í haust. Svo virðist sem hjónabandinu á stjórnarheimilinu sé fremur haldið við til að bjarga andlitinu út á við eða af misskilinni tillitssemi en af gagnkvæmri ást, hrifningu og trausti. Fréttir sem borist hafa af daðri við aðra flokka koma þess vegna ekki á óvart. Og sannleikurinn er sá að stundum getur verið skynsamlegt að binda enda á erfið hjónabönd frekar en að halda samvistum áfram með tilheyrandi vanlíðan og leiðindum fyrir hjónin, fjölskylduna, vini og vandamenn. Úrslit þingkosninganna í fyrravor voru engin sérstök traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina. Þá var ákveðið að þrauka áfram þrátt fyrir ágjöfina. Umhugsunarefni er hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun. Miklu skiptir að framhaldið í haust verði yfirvegað af raunsæi áður en nokkrum leiðum er lokað.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun