Nýtt þjóðfélag í sköpun 31. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun