Engu gleymt og ekkert lært 13. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun