Hækkuðu kröfurnar á lokasprettinum 20. september 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira