Vegagerðinni synjað um leyfi 13. október 2005 14:44 Bæjarstjórn Ölfuss synjaði Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar um Svínahraun fyrir helgi. Synjunin gæti orðið til þess að vegabæturnar frestist um fjölda ára. Fyrirhugað er að stytta þjóðveginn um Svínahraun og taka af um leið tvær varasamar beygjur, annars vegar fyrir neðan Hveradalabrekkuna og hins vegar við gatnamót Þrengslavegar. Upphaflega stóð til að bjóða út verkið snemma á þessu ári og átti vegurinn að vera tilbúinn nú í haust. Þá var hugmyndin að gatnamótin til Þorlákshafnar yrðu ekki mislæg heldur hefðbundin. Ölfusingar hafa hins vegar ákaft þrýst á að þarna verði mislæg gatnamót. Til að höggva á hnútinn hugðist Vegagerðin síðar í þessum mánuði bjóða verkið út með báðum þessum valkostum til að fá samanburð á kostnaði. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði því hins vegar fyrir helgi að veita framkvæmdaleyfi á þeim grundvelli að báðir kostir kæmu til greina og hefur með samþykkt sinni í raun sett það skilyrði að þarna verði mislæg gatnamót. Hjá Vegagerðinni eru menn nú að skoða hvernig bregðast eigi við þessari óvæntu uppákomu. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er meðal annars verið að skoða þann möguleika að kæra samþykkt bæjarstjórnarinnar til félagsmálaráðuneytis til að láta reyna á gildi hennar. Þá er frekari töf á útboði talin auka líkur á því að nýr vegur um Svínahraun lendi í hópi þeirra framkvæmda sem Vegagerðinni þarf að skera niður. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nærri tveggja milljarða niðurskurði á næsta ári til vegamála. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Bæjarstjórn Ölfuss synjaði Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar um Svínahraun fyrir helgi. Synjunin gæti orðið til þess að vegabæturnar frestist um fjölda ára. Fyrirhugað er að stytta þjóðveginn um Svínahraun og taka af um leið tvær varasamar beygjur, annars vegar fyrir neðan Hveradalabrekkuna og hins vegar við gatnamót Þrengslavegar. Upphaflega stóð til að bjóða út verkið snemma á þessu ári og átti vegurinn að vera tilbúinn nú í haust. Þá var hugmyndin að gatnamótin til Þorlákshafnar yrðu ekki mislæg heldur hefðbundin. Ölfusingar hafa hins vegar ákaft þrýst á að þarna verði mislæg gatnamót. Til að höggva á hnútinn hugðist Vegagerðin síðar í þessum mánuði bjóða verkið út með báðum þessum valkostum til að fá samanburð á kostnaði. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði því hins vegar fyrir helgi að veita framkvæmdaleyfi á þeim grundvelli að báðir kostir kæmu til greina og hefur með samþykkt sinni í raun sett það skilyrði að þarna verði mislæg gatnamót. Hjá Vegagerðinni eru menn nú að skoða hvernig bregðast eigi við þessari óvæntu uppákomu. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er meðal annars verið að skoða þann möguleika að kæra samþykkt bæjarstjórnarinnar til félagsmálaráðuneytis til að láta reyna á gildi hennar. Þá er frekari töf á útboði talin auka líkur á því að nýr vegur um Svínahraun lendi í hópi þeirra framkvæmda sem Vegagerðinni þarf að skera niður. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nærri tveggja milljarða niðurskurði á næsta ári til vegamála.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira