Útflutningur fjórtánfaldast 13. október 2005 14:44 Útflutningur hugbúnaðar og tölvuþjónustu hefur nær fjórtánfaldast á tíu árum. Upplýsingatækniútflutningur nam árið 1994 268 milljónum króna, en nam á síðasta ári rúmlega 3,7 milljörðum króna og hafði þá aukist um 9,5 prósent frá fyrra ári. Í úttekt Seðlabanka Íslands kemur fram að fyrirtæki sem hafa hugbúnaðargerð og ráðgjöf sem aðalatvinnugrein hafi staðið undir 85 prósentum af útflutningnum og að útflutningur þeirra hafi aukist um 23 prósent frá árinu 2002. "Útflutningur fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum á hugbúnaði og tölvuþjónustu dróst hins vegar saman," segir í skýrslu bankans sem kom út í sumar. Fram kemur að viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengda honum hafa vaxið hratt á undanförnum árum og að stærsta markaðssvæði íslensks hugbúnaðar sé Evrópa, en hlutdeild Evrópu er sögð hafa vaxið á kostnað Bandaríkjanna undanfarin ár. "Á milli áranna 2002 og 2003 jókst útflutningur hugbúnaðar til Evrópu um tæpar 400 milljónir króna reiknað á föstu gengi á meðan útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 66 milljónir króna. Hlutur Evrópu var orðinn rúmlega 69 prósent alls hugbúnaðarútflutnings í fyrra," segir í skýrslu Seðlabankans. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa group, segir að merki séu um sígandi lukku í upplýsingatæknigeiranum. "Almennt má segja að markaðurinn hafi verið að taka við sér, ekki snögglega, heldur höfum við bara verið að sjá jákvæða þróun. Við höfum farið í gegnum samdrátt og svo verið að síga upp á við aftur," segir hann. Frosti bendir á að fyrirtækjum hafi fækkað í greininni og að undanfarið hafi aukist fjárfestingar sem lífgi við markaðinn. "Bankar og fjármálastofnanir fóru fyrst af stað með fjárfestingar og svo símafélögin líka sem héldu dálítið að sér höndum eftir að netbólan sprakk. Þau þurftu aðeins að taka til í sínum ranni eftir. Svo var líka bara komin þörf á endurnýjun hjá almennum heimilum og fyrirtækjum," bætir hann við. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Útflutningur hugbúnaðar og tölvuþjónustu hefur nær fjórtánfaldast á tíu árum. Upplýsingatækniútflutningur nam árið 1994 268 milljónum króna, en nam á síðasta ári rúmlega 3,7 milljörðum króna og hafði þá aukist um 9,5 prósent frá fyrra ári. Í úttekt Seðlabanka Íslands kemur fram að fyrirtæki sem hafa hugbúnaðargerð og ráðgjöf sem aðalatvinnugrein hafi staðið undir 85 prósentum af útflutningnum og að útflutningur þeirra hafi aukist um 23 prósent frá árinu 2002. "Útflutningur fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum á hugbúnaði og tölvuþjónustu dróst hins vegar saman," segir í skýrslu bankans sem kom út í sumar. Fram kemur að viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengda honum hafa vaxið hratt á undanförnum árum og að stærsta markaðssvæði íslensks hugbúnaðar sé Evrópa, en hlutdeild Evrópu er sögð hafa vaxið á kostnað Bandaríkjanna undanfarin ár. "Á milli áranna 2002 og 2003 jókst útflutningur hugbúnaðar til Evrópu um tæpar 400 milljónir króna reiknað á föstu gengi á meðan útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 66 milljónir króna. Hlutur Evrópu var orðinn rúmlega 69 prósent alls hugbúnaðarútflutnings í fyrra," segir í skýrslu Seðlabankans. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa group, segir að merki séu um sígandi lukku í upplýsingatæknigeiranum. "Almennt má segja að markaðurinn hafi verið að taka við sér, ekki snögglega, heldur höfum við bara verið að sjá jákvæða þróun. Við höfum farið í gegnum samdrátt og svo verið að síga upp á við aftur," segir hann. Frosti bendir á að fyrirtækjum hafi fækkað í greininni og að undanfarið hafi aukist fjárfestingar sem lífgi við markaðinn. "Bankar og fjármálastofnanir fóru fyrst af stað með fjárfestingar og svo símafélögin líka sem héldu dálítið að sér höndum eftir að netbólan sprakk. Þau þurftu aðeins að taka til í sínum ranni eftir. Svo var líka bara komin þörf á endurnýjun hjá almennum heimilum og fyrirtækjum," bætir hann við.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira