Hækkun jafnmikil og parísarveislan 8. október 2004 00:01 Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira