Afleiðingarnar yrðu gríðarlegar 9. október 2004 00:01 "Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
"Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt. Friðrik segist þó ekki hafa trú á því að ályktun um slíkt bann verði samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. "Það er ekki á rökum reist að banna þetta veiðarfæri alfarið," segir Friðrik. Hann segir að skynsamleg notkun á botnvörpu sé ekki til þess fallin að valda umhverfisspjöllum. "Íslenski togaraflotinn veiðir ekkert með botnvörpu innan tólf mílna lögsögunnar og stór svæði utan 12 mílna eru lokuð fyrir botnvörpuveiðum. Hafsbotninn á djúpmiðum er allt öðruvísi en á grunnslóðinni og ekki eins viðkvæmur," segir Friðrik. Tillaga um bann við veiðum með botnvörpu hefur verið lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum en hópur sjávarlíffræðinga og umhverfisverndarsamtaka hefur krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðarfærið vegna áhrifa þess á vistkerfi sjávar. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur þátt í þessum umræðum fyrir Íslands hönd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að hugmyndir um botnvörpubann nú séu angi af stærra átakamáli. "Við erum almennt að takast á við þá viðleitni ýmissa ríkja að vilja hnattvæða fiskveiðistjórnunina. Við höfum bent á það að samkvæmt hafréttarsamningum og úthafsveiðisamningum sé það á valdi strandríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana, eftir því sem við á, að fara með stjórn fiskveiða," segir Tómas. Hann tekur fram að jafnvel þótt svo færi að botnvörpubann yrði samþykkt í ályktun Sameinuðu þjóðanna þá yrði bannið ekki lagalega bindandi en ályktunin sem slík hefði áhrif sem pólitísk yfirlýsing," segir Tómas.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira