Hvort sigrar Bush eða Kerry? 1. nóvember 2004 00:01 Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt jafn mikil óvissa um úrslit bandarísku forsetakosninganna og nú. Mjótt er á munum í nær öllum könnunum og heyrir til undantekninga að annar frambjóðandinn mælist með marktækan mun á hinn. George W. Bush mældist með þriggja prósenta forskot á John Kerry í tveimur könnunum í gær og fyrradag en óvíst er hversu langt það dugar honum í dag. Kerry hafði betur í tveimur könnunum sem birtust í gær en í öllum tilfellum var munurinn innan skekkjumarka. Nú, svo eru ekki litlar líkur á því að annar frambjóðandinn fái fleiri atkvæði en tapi baráttunni um kjörmennina. Nýjustu kannanirKönnun Bush Kerry Birt Marist 48% 49% 1. nóvember Fox 46% 48% 1. nóvember TIPP 47% 45% 1. nóvember Zogby 48% 47% 1. nóvember Gallup 49% 49% 1. nóvember Pew 48% 45% 31. október NBC/WSJ 48% 47% 31. október GW 49% 46% 31. október Allt getur gerst Ef við lítum til kenningarinnar um að sitjandi forseti þurfi að mælast með helming atkvæða til að geta talist sigurstranglegur er Bush í vanda. Af þeim könnunum sem hafa verið birtar síðustu tvo daga nær hann hvergi helmingi atkvæða. Önnur kenning er sú að sá hluti kjósenda sem ekki mælast í skoðanakönnunum séu líklegri til að kjósa Kerry en Bush. Þegar svona mjótt er á munum getur skipt miklu ef þeir mæta á kjörstað og kjósa Kerry. Þegar við bætist að búist er við meiri kosningaþátttöku ungs fólks en áður - og það styður Kerry í mun meiri mæli en Bush - þá gæti útlitið verið svart fyrir George W. Bush. Þetta þarf þó ekki að þýða að John Kerry sé í góðum málum. Úrslitin ráðast á kjörsókn. Stuðningsmenn Bush eru mun eindregnari í stuðningi sínum við sinn mann en þegar litið er til stuðningsmanna Kerry, út frá því gætu þeir verið líklegri til að mæta á kjörstað. Annað sem tengist þessu er hversu vel kosningastjórnum frambjóðendanna gengur að draga fólk á kjörstað, báðar eru mjög öflugar en milljón sjálfboðaliðar sem ætla að hjálpa til við að tryggja kjör Bush gætu reynst þungir á metum á kjördag. Baráttan stendur hins vegar ekki um prósentur heldur um kjörmenn. Þar er barist um innan við fimmtung ríkja Bandaríkja sem þó munu ráða úrslitum um hver verður næsti forseti. Í raun og veru getur farið hvernig sem er í þeim ríkjum. Það er breytilegt frá einni könnun til annarar hvor forsetaframbjóðendanna vinni í hverju ríki. Þrjú stærstu ríkin eru Flórída, Ohio og Pennsylvanía. Bush hefur haft betur í fleiri könnunum en Kerry í Flórída en þessu er öfugt farið í Pennsylvaníu. Bush hefur haft naumt forskot í flestum könnunum í Ohio, en sá sem sigrar þar hefur haft betur í öllum forsetakosningum frá 1964. Hins vegar er síðasta könnun Columbus Dispatch um úrslitin þar lýsandi fyrir spennuna í Ohio og ef til vill á landsvísu. 2.880 voru spurðir hvern þeir vildu fá sem forseta og aðeins munaði átta svörum þegar upp var staðið, Kerry í vil. Mest spennandi kosningar sögunnar? Af því sem að framan fer er auðvelt að færa rök fyrir því að um einna mest spennandi kosningar í sögu Bandaríkjanna sé að ræða. Þó eru nokkur dæmi um afar spennandi kosningar. Það nýlegasta er auðvitað frá því fyrir fjórum árum. Spennan var þó mun minni þá. Bush þótti sigurstranglegri fyrirfram en bjartsýnir demókratar héldu í vonina um að Al Gore tækist að stela sigri í kjörmannadeildinni en fullljóst þótti að George W. Bush fengi fleiri atkvæði, það að niðurstaðan varð þvert á þetta kom öllum á óvart. Baráttan á milli John F. Kennedy og Richard M. Nixon árið 1960 var ekki síður spennandi. Þegar upp var staðið munaði aðeins hálfri milljón atkvæða á frambjóðendunum og hefur löngum verið talið að kosningasvindl hafi ráðið úrslitum. Um það er meðal annars fjallað í ágætri ævisögu Lyndon B. Johnson, varaforsetaefnis Kennedy. Galdurinn fólst meðal annars í því að hinir látnu greiddu atkvæði, Johnson hafði lært mikið á löngum ferli þar sem hann hvort tveggja tapaði og síðar sigraði í kosningabaráttum til þings sem réðust á því hvor frambjóðandinn svindlaði meira. Óvæntustu úrslit síðustu aldar eru þó sennilega frá 1948 þegar Harry S. Truman lagði Thomas E. Dewey að velli. Þá gáfu allar skoðanakannanir til kynna að Dewey mynda hafa betur, sem varð kveikjan að einni frægustu fréttaljósmynd úr kosningum fyrr og síðar - af Truman haldandi á dagblaði með fyrir sögninni "Dewey wins". Ekkert óvænt - hvernig sem fer Í ljósi þessa er kannski ekki hægt að segja að úrslitin á morgun verði óvænt. Hvor frambjóðandinn sem er getur borið sigur úr býtum, hvor sem er gæti fengið fleiri atkvæði á landsvísu, hvor sem er gæti unnið sér inn fleiri kjörmenn. Í raun og veru þarf annar hvor frambjóðandinn að sigra með nokkrum yfirburðum til að hægt sé að segja að úrslit kosninganna komi á óvart. Kannanir benda til þess að mjótt verði á munum, fari hins vegar svo að fylgi Bush verði í efri mörkum skekkjumarka skoðanakanna og Kerry í lægri mörkunum gæti munað nokkrum prósentustigum, það hlýtur þó að teljast ólíklegt að þegar upp verði staðið muni meira en þremur til fjórum prósentustigum á þeim tveimur. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt jafn mikil óvissa um úrslit bandarísku forsetakosninganna og nú. Mjótt er á munum í nær öllum könnunum og heyrir til undantekninga að annar frambjóðandinn mælist með marktækan mun á hinn. George W. Bush mældist með þriggja prósenta forskot á John Kerry í tveimur könnunum í gær og fyrradag en óvíst er hversu langt það dugar honum í dag. Kerry hafði betur í tveimur könnunum sem birtust í gær en í öllum tilfellum var munurinn innan skekkjumarka. Nú, svo eru ekki litlar líkur á því að annar frambjóðandinn fái fleiri atkvæði en tapi baráttunni um kjörmennina. Nýjustu kannanirKönnun Bush Kerry Birt Marist 48% 49% 1. nóvember Fox 46% 48% 1. nóvember TIPP 47% 45% 1. nóvember Zogby 48% 47% 1. nóvember Gallup 49% 49% 1. nóvember Pew 48% 45% 31. október NBC/WSJ 48% 47% 31. október GW 49% 46% 31. október Allt getur gerst Ef við lítum til kenningarinnar um að sitjandi forseti þurfi að mælast með helming atkvæða til að geta talist sigurstranglegur er Bush í vanda. Af þeim könnunum sem hafa verið birtar síðustu tvo daga nær hann hvergi helmingi atkvæða. Önnur kenning er sú að sá hluti kjósenda sem ekki mælast í skoðanakönnunum séu líklegri til að kjósa Kerry en Bush. Þegar svona mjótt er á munum getur skipt miklu ef þeir mæta á kjörstað og kjósa Kerry. Þegar við bætist að búist er við meiri kosningaþátttöku ungs fólks en áður - og það styður Kerry í mun meiri mæli en Bush - þá gæti útlitið verið svart fyrir George W. Bush. Þetta þarf þó ekki að þýða að John Kerry sé í góðum málum. Úrslitin ráðast á kjörsókn. Stuðningsmenn Bush eru mun eindregnari í stuðningi sínum við sinn mann en þegar litið er til stuðningsmanna Kerry, út frá því gætu þeir verið líklegri til að mæta á kjörstað. Annað sem tengist þessu er hversu vel kosningastjórnum frambjóðendanna gengur að draga fólk á kjörstað, báðar eru mjög öflugar en milljón sjálfboðaliðar sem ætla að hjálpa til við að tryggja kjör Bush gætu reynst þungir á metum á kjördag. Baráttan stendur hins vegar ekki um prósentur heldur um kjörmenn. Þar er barist um innan við fimmtung ríkja Bandaríkja sem þó munu ráða úrslitum um hver verður næsti forseti. Í raun og veru getur farið hvernig sem er í þeim ríkjum. Það er breytilegt frá einni könnun til annarar hvor forsetaframbjóðendanna vinni í hverju ríki. Þrjú stærstu ríkin eru Flórída, Ohio og Pennsylvanía. Bush hefur haft betur í fleiri könnunum en Kerry í Flórída en þessu er öfugt farið í Pennsylvaníu. Bush hefur haft naumt forskot í flestum könnunum í Ohio, en sá sem sigrar þar hefur haft betur í öllum forsetakosningum frá 1964. Hins vegar er síðasta könnun Columbus Dispatch um úrslitin þar lýsandi fyrir spennuna í Ohio og ef til vill á landsvísu. 2.880 voru spurðir hvern þeir vildu fá sem forseta og aðeins munaði átta svörum þegar upp var staðið, Kerry í vil. Mest spennandi kosningar sögunnar? Af því sem að framan fer er auðvelt að færa rök fyrir því að um einna mest spennandi kosningar í sögu Bandaríkjanna sé að ræða. Þó eru nokkur dæmi um afar spennandi kosningar. Það nýlegasta er auðvitað frá því fyrir fjórum árum. Spennan var þó mun minni þá. Bush þótti sigurstranglegri fyrirfram en bjartsýnir demókratar héldu í vonina um að Al Gore tækist að stela sigri í kjörmannadeildinni en fullljóst þótti að George W. Bush fengi fleiri atkvæði, það að niðurstaðan varð þvert á þetta kom öllum á óvart. Baráttan á milli John F. Kennedy og Richard M. Nixon árið 1960 var ekki síður spennandi. Þegar upp var staðið munaði aðeins hálfri milljón atkvæða á frambjóðendunum og hefur löngum verið talið að kosningasvindl hafi ráðið úrslitum. Um það er meðal annars fjallað í ágætri ævisögu Lyndon B. Johnson, varaforsetaefnis Kennedy. Galdurinn fólst meðal annars í því að hinir látnu greiddu atkvæði, Johnson hafði lært mikið á löngum ferli þar sem hann hvort tveggja tapaði og síðar sigraði í kosningabaráttum til þings sem réðust á því hvor frambjóðandinn svindlaði meira. Óvæntustu úrslit síðustu aldar eru þó sennilega frá 1948 þegar Harry S. Truman lagði Thomas E. Dewey að velli. Þá gáfu allar skoðanakannanir til kynna að Dewey mynda hafa betur, sem varð kveikjan að einni frægustu fréttaljósmynd úr kosningum fyrr og síðar - af Truman haldandi á dagblaði með fyrir sögninni "Dewey wins". Ekkert óvænt - hvernig sem fer Í ljósi þessa er kannski ekki hægt að segja að úrslitin á morgun verði óvænt. Hvor frambjóðandinn sem er getur borið sigur úr býtum, hvor sem er gæti fengið fleiri atkvæði á landsvísu, hvor sem er gæti unnið sér inn fleiri kjörmenn. Í raun og veru þarf annar hvor frambjóðandinn að sigra með nokkrum yfirburðum til að hægt sé að segja að úrslit kosninganna komi á óvart. Kannanir benda til þess að mjótt verði á munum, fari hins vegar svo að fylgi Bush verði í efri mörkum skekkjumarka skoðanakanna og Kerry í lægri mörkunum gæti munað nokkrum prósentustigum, það hlýtur þó að teljast ólíklegt að þegar upp verði staðið muni meira en þremur til fjórum prósentustigum á þeim tveimur. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar