Hvaða áhrif hafa úrslitin? 2. nóvember 2004 00:01 Sú spurning er nú á allra vörum hver muni verða áhrifin af sigri George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær. Menn velta því til dæmis fyrir sér hvort þau leiði til þess að Bandaríkjamenn verði enn harðskeyttari á alþjóðavettvangi en áður. Verður innrásinni í Írak fylgt eftir með árás á ríki sem Bandaríkin telja hættuleg heimsbyggðinni, svo sem Íran og Norður-Kóreu? Hvað gerist í Írak? Hvernig verður hryðjuverkastríðið háð? Og hvernig munu samskiptin við hina fornu bandamenn í Evrópu þróast? Ljóst er að yfirgnæfandi meirihluti Evrópubúa og evrópskra stjórnmálamanna hefði kosið að John Kerry hefði orðið forseti. Þó að stefna hans í ýmsum málum sé óljós var talið að hann vildi fara hægar í sakirnar í ýmsum stórum mál eins og Evrópuþjóðirnar. Hann var talinn maður samráðs frekar en valdboðs, nær evrópskum stjórnmálahefðum en þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem komið hafa til sögu á kjörtímabili Bush. Vonbrigði einkenna einnig viðbrögðin víða utan Evrópu. Bush er maður hinnar umdeildu hnattvæðingar og fylgir því sem stundum er kallað menningarleg stórveldastefna. En umheimurinn verður að horfast í augu við að Bush er löglegakjörinn forseti með yfirgnæfandi fylgi þjóðar sinnar. Spádómar um annað reyndust litaðir af óhóflegri óskhyggju. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig leiðtogar Þýskalands og Frakklands bregðast við. Þeir hafa verið óánægðir með stefnu Bush og enginn vafi er á því að þeir hefðu kosið að fá Kerry í Hvíta húsið. Líklegt er hins vegar að Tony Blair forsætisráðherra fagni endurkjöri Bush enda mun það styrkja hann á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn gleyma ekki vinum sínum. Fyrir Íslendinga kunna úrslitin að leiða til samkomulags um rekstur varnarstöðvarinnar í Keflavík sem yrði nær sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda en ella hefðu fengist fram. Þess vegna er ekki furða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi verið glaðir í bragði í dag. Framtíð og skipulag varnarsamstarfsins mun skýrast eftir fund Davíðs og Powells utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington 16. nóvember.. Powell hefði vafalaust ekki boðað til fundarins ef hann væri ekki tilbúinn að klára málið í stórum dráttum. En hvað finnst lesendum Vísis um endurkjör Bush? Hvað finnst þeim líklegt að gerist á alþjóðavettvangi? Er heimurinn tryggari eða ótryggari staður með Bush á forsetastólnum í Hvíta húsinu? Hér fyrir neðan er hægt að skrifa skoðun sína og birtist þá strax á vefnum. Áhugaverðustu framlögin verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Sú spurning er nú á allra vörum hver muni verða áhrifin af sigri George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær. Menn velta því til dæmis fyrir sér hvort þau leiði til þess að Bandaríkjamenn verði enn harðskeyttari á alþjóðavettvangi en áður. Verður innrásinni í Írak fylgt eftir með árás á ríki sem Bandaríkin telja hættuleg heimsbyggðinni, svo sem Íran og Norður-Kóreu? Hvað gerist í Írak? Hvernig verður hryðjuverkastríðið háð? Og hvernig munu samskiptin við hina fornu bandamenn í Evrópu þróast? Ljóst er að yfirgnæfandi meirihluti Evrópubúa og evrópskra stjórnmálamanna hefði kosið að John Kerry hefði orðið forseti. Þó að stefna hans í ýmsum málum sé óljós var talið að hann vildi fara hægar í sakirnar í ýmsum stórum mál eins og Evrópuþjóðirnar. Hann var talinn maður samráðs frekar en valdboðs, nær evrópskum stjórnmálahefðum en þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem komið hafa til sögu á kjörtímabili Bush. Vonbrigði einkenna einnig viðbrögðin víða utan Evrópu. Bush er maður hinnar umdeildu hnattvæðingar og fylgir því sem stundum er kallað menningarleg stórveldastefna. En umheimurinn verður að horfast í augu við að Bush er löglegakjörinn forseti með yfirgnæfandi fylgi þjóðar sinnar. Spádómar um annað reyndust litaðir af óhóflegri óskhyggju. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig leiðtogar Þýskalands og Frakklands bregðast við. Þeir hafa verið óánægðir með stefnu Bush og enginn vafi er á því að þeir hefðu kosið að fá Kerry í Hvíta húsið. Líklegt er hins vegar að Tony Blair forsætisráðherra fagni endurkjöri Bush enda mun það styrkja hann á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn gleyma ekki vinum sínum. Fyrir Íslendinga kunna úrslitin að leiða til samkomulags um rekstur varnarstöðvarinnar í Keflavík sem yrði nær sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda en ella hefðu fengist fram. Þess vegna er ekki furða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi verið glaðir í bragði í dag. Framtíð og skipulag varnarsamstarfsins mun skýrast eftir fund Davíðs og Powells utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington 16. nóvember.. Powell hefði vafalaust ekki boðað til fundarins ef hann væri ekki tilbúinn að klára málið í stórum dráttum. En hvað finnst lesendum Vísis um endurkjör Bush? Hvað finnst þeim líklegt að gerist á alþjóðavettvangi? Er heimurinn tryggari eða ótryggari staður með Bush á forsetastólnum í Hvíta húsinu? Hér fyrir neðan er hægt að skrifa skoðun sína og birtist þá strax á vefnum. Áhugaverðustu framlögin verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar