Spurningar um fréttamennsku Egill Helgason skrifar 5. nóvember 2004 00:01 Heill og sæll Egill Það er einkennilegt að þegar frétt er sögð í útlöndum finnst okkur hér á Íslandi að um "raunverulega" frétt sé að ræða en þegar sama frétt er sögð hér á landi þá er hún ekki frétt þótt hún hafi komið langt á undan erlendu fréttinni. Við höfum náttúrulega lengi vitað að menn eru ekki spámenn í eigin löndum auk þess sem það hefur nú loðað við okkur Íslendinga að telja alla hluti í útlöndum merkilega og að sama skapi ómerkilega hér heima. En samt, rétt skal vera rétt: Þetta skrifar þú á þína ágætu síðu stuttu eftir þátt þinn um síðustu helgi: "Fréttir í New York Times og Washington Post um helgina segja frá rannsóknum á loftslagsbreytingum á norðurheimskautasvæðinu. Áhrifin virðast vera miklu hraðari og alvarlegri en talið var. Nú hefur efni þessarar skýrslu lekið út - en jafnvel er talið að Bush stjórnin hafi viljað þaga yfir henni fram yfir kosningar. Þessu mikla samsæti olíumanna eru gróðurhúsaáhrif náttúrlega ekki mjög hugleikin. Þessi skýrsla verður annars til umræðu á vísindaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík eftir tíu daga. Líkt og Jónas Kristjánsson benti á í þætti hjá mér í gær sætir nokkurri furðu að ekki skuli hafa verið fjallað um hana hér í fjölmiðlum." Þið eruð sammála um að einkennilegt sé að ekki hafi verið fjallað um þessa skýrslu hér á landi. Ykkur til upplýsingar sendi ég þér byrjanir á fréttum sem ég gerði fyrir Sjónvarpið dagana 9. og 12. september síðastliðna: Inngangur:Hlýnun norðurskautssvæðisins mun hafa gífurleg áhrif samkvæmt skýrslu um loftslagsbreytingar í kringum Norðurpólinn sem 250 sérfræðingar hafa unnið að á síðastliðnum árum fyrir tilstilli Norðurheimskautsráðsins. Byrjun fréttar:Í skýrslunni sem verður kynnt í Reykjavík í nóvember kemur meðal annars fram að hlýnunin á norðurslóðum er örari heldur en menn voru að reikna með. Þetta kemur til dæmis til af því að ís hefur horfið og þar tekur sjórinn við miklum hita. Ísinn endurkastaði áður frá sér sólarljósinu og líka ylnum sem kemur af sólinni en sjórinn tekur bara við hitanum. Skýrslan í heild sinni verður um 18 kaflar og 1.400 síður. Helstu niðurstöður eru þær að hlýnun er mjög hröð um þessar mundir í kringum Norðurskautið. Búist er við enn meiri hlýnun eða hækkun á meðalhita um 3-9 gráður á næstu 100 árum. Þetta mun hafa áhrif um allan heim og hægja á hafstraumum eins og Golfstraumnum sem jafna hita um allan hnöttinn. Þá kemur fram í skýrslunni að tré muni vaxa norðar en nú, minni ís mun gera svæðið verri bústað fyrri ísbirni, rostunga, seli og sjófugla auk þess að breyta fiskigengd. Þá munu strandsvæði fara illa sökum ísleysis en ísinn hefur verndað strendurnar fyrir stormum og óveðri. Þiðnun jarðvegs mun hafa áhrif á samgöngur og byggingar og þá mun aukning útfjólublárra geisla hafa áhrif á unga fólkið á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni en hún verður kynnt í Reykjavík 9. nóvember næstkomandi og síðan mun Norðurskautsráðið hittast á Akureyri og koma með tillögur til úrbóta. Stjórnandi rannsóknarinnar segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður sé ekki of seint að bregðast við. (þarna var síðan rætt við Bob Corell). Önnur frétt: Inngangur:Hlýnun norðurskautsins er hraðari og meiri um þessar mundir en reiknað hafði verið með. Það sem hefur gerst á svæðinu síðastliðin 10 ár er fyrirboði þess sem að mun gerast annars staðar á hnettinum næstu 25 ár. Þetta var rætt á sjöttu ráðstefnu Þingmannasamtaka norðurskautssvæðisins um helgina í Nuuk á Grænlandi. Byrjun fréttar:Í yfirlýsingu ráðstefnunnar hér í Nuuk var samþykkt að fara fram á það við ríkisstjórnir norðurskautslandanna og við Evrópusambandið að hefja þegar í stað stefnumótun og koma með tillögur til að bregðast við vandanum vegna loftslagsbreytinganna og þeirrar staðreyndar að hlýnunin er miklu hraðari en menn bjuggust við. Í skýrslunni kemur fram að hlýnunin stafi fyrst og fremst af aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu vegna brennslu olíu og kola, það er að segja vegna gróðurhúsaáhrifa. Fram kemur að nú þegar sé hlýnunin farin að hafa veruleg áhrif á norðurslóðum auk þess sem hún sé fyrirboði um það sem muni gerast annars staðar í heiminum næsta aldarfjórðunginn ef ekkert verður að gert. Fram kemur að menn óttast bráðnum Grænlandsjökuls meira en áður, að jökullinn muni hverfa á einungis 300 til 400 árum í stað þúsund ára sem áður var talið. Það þýði að yfirborð sjávar í öllum heiminum hækki um 1 metra á hverjum 50 árum. (þarna var líka rætt við Bob Carell, einnig var í fréttunum rætt við Sheila Watt-Cloutler, forseta samtaka Inuita á norðurslóðum og Sigríði Önnu Þórðardóttur þá verðandi umhverfisráðherra). Fréttir um þessa skýrslu höfðu reyndar einnig birst í öðrum löndum töluvert á undan mínum fréttum þannig að þetta var ekkert skúbb af minni hálfu, svo það sé á hreinu. Eigi að síður vekur þetta upp ýmsar spurningar um blaðamennsku á Íslandi. Ekki satt? Með bestu kveðju G. Pétur Matthíasson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Heill og sæll Egill Það er einkennilegt að þegar frétt er sögð í útlöndum finnst okkur hér á Íslandi að um "raunverulega" frétt sé að ræða en þegar sama frétt er sögð hér á landi þá er hún ekki frétt þótt hún hafi komið langt á undan erlendu fréttinni. Við höfum náttúrulega lengi vitað að menn eru ekki spámenn í eigin löndum auk þess sem það hefur nú loðað við okkur Íslendinga að telja alla hluti í útlöndum merkilega og að sama skapi ómerkilega hér heima. En samt, rétt skal vera rétt: Þetta skrifar þú á þína ágætu síðu stuttu eftir þátt þinn um síðustu helgi: "Fréttir í New York Times og Washington Post um helgina segja frá rannsóknum á loftslagsbreytingum á norðurheimskautasvæðinu. Áhrifin virðast vera miklu hraðari og alvarlegri en talið var. Nú hefur efni þessarar skýrslu lekið út - en jafnvel er talið að Bush stjórnin hafi viljað þaga yfir henni fram yfir kosningar. Þessu mikla samsæti olíumanna eru gróðurhúsaáhrif náttúrlega ekki mjög hugleikin. Þessi skýrsla verður annars til umræðu á vísindaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík eftir tíu daga. Líkt og Jónas Kristjánsson benti á í þætti hjá mér í gær sætir nokkurri furðu að ekki skuli hafa verið fjallað um hana hér í fjölmiðlum." Þið eruð sammála um að einkennilegt sé að ekki hafi verið fjallað um þessa skýrslu hér á landi. Ykkur til upplýsingar sendi ég þér byrjanir á fréttum sem ég gerði fyrir Sjónvarpið dagana 9. og 12. september síðastliðna: Inngangur:Hlýnun norðurskautssvæðisins mun hafa gífurleg áhrif samkvæmt skýrslu um loftslagsbreytingar í kringum Norðurpólinn sem 250 sérfræðingar hafa unnið að á síðastliðnum árum fyrir tilstilli Norðurheimskautsráðsins. Byrjun fréttar:Í skýrslunni sem verður kynnt í Reykjavík í nóvember kemur meðal annars fram að hlýnunin á norðurslóðum er örari heldur en menn voru að reikna með. Þetta kemur til dæmis til af því að ís hefur horfið og þar tekur sjórinn við miklum hita. Ísinn endurkastaði áður frá sér sólarljósinu og líka ylnum sem kemur af sólinni en sjórinn tekur bara við hitanum. Skýrslan í heild sinni verður um 18 kaflar og 1.400 síður. Helstu niðurstöður eru þær að hlýnun er mjög hröð um þessar mundir í kringum Norðurskautið. Búist er við enn meiri hlýnun eða hækkun á meðalhita um 3-9 gráður á næstu 100 árum. Þetta mun hafa áhrif um allan heim og hægja á hafstraumum eins og Golfstraumnum sem jafna hita um allan hnöttinn. Þá kemur fram í skýrslunni að tré muni vaxa norðar en nú, minni ís mun gera svæðið verri bústað fyrri ísbirni, rostunga, seli og sjófugla auk þess að breyta fiskigengd. Þá munu strandsvæði fara illa sökum ísleysis en ísinn hefur verndað strendurnar fyrir stormum og óveðri. Þiðnun jarðvegs mun hafa áhrif á samgöngur og byggingar og þá mun aukning útfjólublárra geisla hafa áhrif á unga fólkið á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni en hún verður kynnt í Reykjavík 9. nóvember næstkomandi og síðan mun Norðurskautsráðið hittast á Akureyri og koma með tillögur til úrbóta. Stjórnandi rannsóknarinnar segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður sé ekki of seint að bregðast við. (þarna var síðan rætt við Bob Corell). Önnur frétt: Inngangur:Hlýnun norðurskautsins er hraðari og meiri um þessar mundir en reiknað hafði verið með. Það sem hefur gerst á svæðinu síðastliðin 10 ár er fyrirboði þess sem að mun gerast annars staðar á hnettinum næstu 25 ár. Þetta var rætt á sjöttu ráðstefnu Þingmannasamtaka norðurskautssvæðisins um helgina í Nuuk á Grænlandi. Byrjun fréttar:Í yfirlýsingu ráðstefnunnar hér í Nuuk var samþykkt að fara fram á það við ríkisstjórnir norðurskautslandanna og við Evrópusambandið að hefja þegar í stað stefnumótun og koma með tillögur til að bregðast við vandanum vegna loftslagsbreytinganna og þeirrar staðreyndar að hlýnunin er miklu hraðari en menn bjuggust við. Í skýrslunni kemur fram að hlýnunin stafi fyrst og fremst af aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu vegna brennslu olíu og kola, það er að segja vegna gróðurhúsaáhrifa. Fram kemur að nú þegar sé hlýnunin farin að hafa veruleg áhrif á norðurslóðum auk þess sem hún sé fyrirboði um það sem muni gerast annars staðar í heiminum næsta aldarfjórðunginn ef ekkert verður að gert. Fram kemur að menn óttast bráðnum Grænlandsjökuls meira en áður, að jökullinn muni hverfa á einungis 300 til 400 árum í stað þúsund ára sem áður var talið. Það þýði að yfirborð sjávar í öllum heiminum hækki um 1 metra á hverjum 50 árum. (þarna var líka rætt við Bob Carell, einnig var í fréttunum rætt við Sheila Watt-Cloutler, forseta samtaka Inuita á norðurslóðum og Sigríði Önnu Þórðardóttur þá verðandi umhverfisráðherra). Fréttir um þessa skýrslu höfðu reyndar einnig birst í öðrum löndum töluvert á undan mínum fréttum þannig að þetta var ekkert skúbb af minni hálfu, svo það sé á hreinu. Eigi að síður vekur þetta upp ýmsar spurningar um blaðamennsku á Íslandi. Ekki satt? Með bestu kveðju G. Pétur Matthíasson
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun