Ísland í dag - í gær 6. nóvember 2004 00:01 Komdu sæll Egill. Ekki varstu svo óheppinn að hafa séð Ísland í dag í gær þar sem Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Gunnarsson ætluðu nú aldeilis að auka áhorfið og taka Þórólf Árnason borgarstjóra af lífi í beinni útsendingu? Ég held að ég geti fullyrt það hér og nú að aldrei áður hafi öðrum eins sjónvarpsþætti verið dreift til landsmanna áður. Þáttastjórnendurnir urðu sér til háborinnar skammar og maður spyr sig hverslags fréttamennska það er að hreyta fúkyrðum framan í gesti sína? Þau ættu umsvifalaust að biðjast afsökunar á þessum hroðalegu vinnubrögðum. Hverslags fréttamennska er það að spyrja Þórólf í sífellu: "Af hverju segir þú ekki af þér?! Ha? Af hverju segir þú ekki af þér Þórólfur!? Reykvíkingar vilja að þú segir af þér! Svaraðu mér Þórólfur!!" Þau gersamlega misstu sig. Og hvað var eiginlega Jóhanna Vilhjálmsdóttir að taka viðtal við borgarstjóra Reykjavíkur? Ekki nóg með það að hún sé að mínu áliti vanhæf í að stjórna þessum þáttum yfirhöfuð, heldur er hún gjörsamlega vanhæf að taka viðtal við borgarstjórann á tímapunkti sem þessum. Ætli faðir hennar; Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarfulltrúi sé ekki einmitt sá einstaklingur sem græði mest á því ef Þórólfur fer? Það er eitt að þjarma að gestum sínum í beinni útsendingu, en það er allt annað að vera með argasta dónaskap og sýna jafnmikla óvirðingu eins og þau Jóhanna og Þórhallur sýndu borgarstjóra í gær. Og hvaða rétt hafa þau til að líta á sig sem talsmenn Reykvíkinga? Hvaða rétt hafa þau til að vera kviðdómari, dómari og böðull? Ég fékk bara bókstaflega í magann af þessum ónotum og leiðindum. Það eina sem bjargaði þessu var þessi svokallaða símakönnun, þar sem 65 % þeirra sem tóku þátt vildu einmitt að Þórólfur segði EKKI af sér. Þegar úrslit könnunarinnar lágu fyrir litu Jóhanna og Þórhallur út eins og flón. Þetta var orðið illa vandræðalegt, þau búin að skjóta sig gjörsamlega í fótinn og borgarstjórinn sitjandi þarna á móti þeim með grátstafinn í kverkunum. Einhvern veginn grunar mig að fólkið sem tók þátt í þessari blessuðu símakönnun hafi verið svo gjörsamlega misboðið hvernig Jóhanna og Þórhallur létu, að það fólk sem áður krafðist afsagnar Þórólfs hafi bara sárvorkennt karlgreyinu fyrir að sitja undir þessari afleitu "aftöku". Nú vil ég taka það skýrt fram að ég er Vinstri Grænn og ég vil að Þórólfur Árnason segi af sér. Ekki það að ég líti á manninn sem ótýndan glæpamann, en menn verða að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Ef embættismenn í hans stöðu lenda í hneykslismáli af þessari stærðargráðu, (vinstrimenn, miðjumenn eða hægrimenn) þá ber þeim að segja af sér. Mér þykir vænt um Þórólf, en ég veit að ég myndi krefjast þess að borgarstjóri Sjálfstæðismanna segði af sér ef hann væri í sporum Þórólfs nú. Jafnt á að ganga yfir alla, hversu sárt sem það er. En þrátt fyrir að ég krefjist afsagnar hans, þá var mér gjörsamlega misboðið hvernig farið var með kallinn. Ísland í dag breyttist í svona "street justice / Jerry Springer" þátt þar sem reiðir þáttastjórnendur tóku lögin í sínar hendur, óðu yfir viðmælenda sinn, skutu fyrst og spurðu svo. Svo heitir þátturinn Ísland í dag. Tja, þetta er nú ekki það Ísland sem ég vil kannast við, hvorki í dag né í gær né á morgun. Eins og Benjamin Franklin sagði eitt sinn: "Það sem hefst í reiði, endar með skömm". Það á vel við hér. Haltu svo áfram á sömu braut Egill, þættir þínir eru hreint út sagt stórkostlegir. Virðingarfyllst Karl Ferdinand Thorarensen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Komdu sæll Egill. Ekki varstu svo óheppinn að hafa séð Ísland í dag í gær þar sem Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Gunnarsson ætluðu nú aldeilis að auka áhorfið og taka Þórólf Árnason borgarstjóra af lífi í beinni útsendingu? Ég held að ég geti fullyrt það hér og nú að aldrei áður hafi öðrum eins sjónvarpsþætti verið dreift til landsmanna áður. Þáttastjórnendurnir urðu sér til háborinnar skammar og maður spyr sig hverslags fréttamennska það er að hreyta fúkyrðum framan í gesti sína? Þau ættu umsvifalaust að biðjast afsökunar á þessum hroðalegu vinnubrögðum. Hverslags fréttamennska er það að spyrja Þórólf í sífellu: "Af hverju segir þú ekki af þér?! Ha? Af hverju segir þú ekki af þér Þórólfur!? Reykvíkingar vilja að þú segir af þér! Svaraðu mér Þórólfur!!" Þau gersamlega misstu sig. Og hvað var eiginlega Jóhanna Vilhjálmsdóttir að taka viðtal við borgarstjóra Reykjavíkur? Ekki nóg með það að hún sé að mínu áliti vanhæf í að stjórna þessum þáttum yfirhöfuð, heldur er hún gjörsamlega vanhæf að taka viðtal við borgarstjórann á tímapunkti sem þessum. Ætli faðir hennar; Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarfulltrúi sé ekki einmitt sá einstaklingur sem græði mest á því ef Þórólfur fer? Það er eitt að þjarma að gestum sínum í beinni útsendingu, en það er allt annað að vera með argasta dónaskap og sýna jafnmikla óvirðingu eins og þau Jóhanna og Þórhallur sýndu borgarstjóra í gær. Og hvaða rétt hafa þau til að líta á sig sem talsmenn Reykvíkinga? Hvaða rétt hafa þau til að vera kviðdómari, dómari og böðull? Ég fékk bara bókstaflega í magann af þessum ónotum og leiðindum. Það eina sem bjargaði þessu var þessi svokallaða símakönnun, þar sem 65 % þeirra sem tóku þátt vildu einmitt að Þórólfur segði EKKI af sér. Þegar úrslit könnunarinnar lágu fyrir litu Jóhanna og Þórhallur út eins og flón. Þetta var orðið illa vandræðalegt, þau búin að skjóta sig gjörsamlega í fótinn og borgarstjórinn sitjandi þarna á móti þeim með grátstafinn í kverkunum. Einhvern veginn grunar mig að fólkið sem tók þátt í þessari blessuðu símakönnun hafi verið svo gjörsamlega misboðið hvernig Jóhanna og Þórhallur létu, að það fólk sem áður krafðist afsagnar Þórólfs hafi bara sárvorkennt karlgreyinu fyrir að sitja undir þessari afleitu "aftöku". Nú vil ég taka það skýrt fram að ég er Vinstri Grænn og ég vil að Þórólfur Árnason segi af sér. Ekki það að ég líti á manninn sem ótýndan glæpamann, en menn verða að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Ef embættismenn í hans stöðu lenda í hneykslismáli af þessari stærðargráðu, (vinstrimenn, miðjumenn eða hægrimenn) þá ber þeim að segja af sér. Mér þykir vænt um Þórólf, en ég veit að ég myndi krefjast þess að borgarstjóri Sjálfstæðismanna segði af sér ef hann væri í sporum Þórólfs nú. Jafnt á að ganga yfir alla, hversu sárt sem það er. En þrátt fyrir að ég krefjist afsagnar hans, þá var mér gjörsamlega misboðið hvernig farið var með kallinn. Ísland í dag breyttist í svona "street justice / Jerry Springer" þátt þar sem reiðir þáttastjórnendur tóku lögin í sínar hendur, óðu yfir viðmælenda sinn, skutu fyrst og spurðu svo. Svo heitir þátturinn Ísland í dag. Tja, þetta er nú ekki það Ísland sem ég vil kannast við, hvorki í dag né í gær né á morgun. Eins og Benjamin Franklin sagði eitt sinn: "Það sem hefst í reiði, endar með skömm". Það á vel við hér. Haltu svo áfram á sömu braut Egill, þættir þínir eru hreint út sagt stórkostlegir. Virðingarfyllst Karl Ferdinand Thorarensen
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun