Sagði af sér formennsku 6. nóvember 2004 00:01 Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira