Er pláss á himnum? 13. október 2005 14:56 Fyrir nokkrum dögum flutti eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, heimsbyggðinni fréttir sem voru svo óvæntar og einkennilegar að menn eru enn forviða og hálf ringlaðir yfir þeim. Á eynni Flóres, sem tilheyrir Indónesíu, er búið að finna beinaleifar áður óþekktrar manntegundar sem var uppi samtímis mannkyninu - homo sapiens - fyrir tólf þúsund árum og virðist hafa þróast frá sömu forfeðrum. Þetta fólk var dvergvaxið, um einn metri að hæð, með heilabú sem var um þrisvar sinnum minna en heilbú okkar en samt virðist það hafa útbúið og notað verkfæri og ekki er útilokað að það hafi einnig smíðað sér farartæki til að sigla til Flóres en slík smíði hefur þá jafnframt útheimt tungumál. Ef ekki ættu í hlut vísindamenn sem eru í miklu áliti væri freistandi að afgreiða fréttirnar sem einhvers konar hrekk eða svik svona eins og Piltdown-manninn fræga á Englandi fyrir um það bil hundrað árum sem vera átti hlekkurinn milli manns og apa en reyndist vera tilbúningur. Það voru vísindamenn frá Ástralíu og Indónesíu, sem um árabil hafa stundað fornleifarannsóknir á Flóres, sem gerðu uppgötvunina. Fundurinn var í hellaþyrpingu sem heitir Liang Bua. Bestu greinargerðina fyrir málinu öllu er að finna hér á vefsíðu Nature þar sem fundinum er ýtarlega lýst og hann settur í samhengi við fyrri þekkingu okkar á þróunarsögu mannkyns. Í DV á laugardaginn var góð samantekt um efnið, hin viðamesta sem birst hefur í íslenskum fjölmiðli. Vísindamenn vilja kalla hina nýju tegund Homo floresiensis og aðgreina hana þannig skýrt frá okkur - Homo sapiens - og sameiginlegum forfeðrum - eins og Homo erectus og Homo habilis. Fundur Homo floresiensis veldur því að skrifa verður þróunarsöguna upp á nýtt. Enginn átti von á því að samtímis hinu viti borna mannkyni hafi fyrir ekki lengri tíma en um tólf þúsund árum verið á dögum önnur manntegund sem einnig virðist hafa verið með verkfærni og nokkurt vit í kollinum. Það er alls ekki útilokað að á milli þeirra hafi verið samskipti. Við hljótum nú að endurskoða hugmyndir okkar um sérstöðu mannkynsins á jörðinni og í dýraríkinu. Fréttirnir af Flóreskyninu hafa rifjað upp að enn eru lifandi þar á eynni þjóðsögur um löngu útdautt smáfólk, dvergana Ebu Gogo. Kannski eru þetta ævagamlar minningar um Homo floresiensis. Hver veit. Samkvæmt sumum sögnum á þetta fólk að hafa verið til fyrir fimm hundruð árum, jafnvel síðar. Og þá er stutt í þá spurningu hvort afkomendur þess leynist enn í þéttum og órannsökuðum skógum Flóresar. Þótt yngstu beinaleifarnar, sem fundust á Flóres, séu um tólf þúsund ára gamlar gæti fólk af þessu kyni hafa verið uppi miklu nær okkur í tíma. Einhver frægasti líffræðingur samtímans, Richard Dawkins, var með vangaveltur af þessu tagi í Sunday Times fyrir rúmri viku og þegar annar eins maður og hann lætur slíkt eftir sér ætti minni spámönnum að vera óhætt að láta hugann reika. Homo floresiensis hlýtur líka að vekja upp guðfræðilegar spurningar með kristnu fólki. Við mennirnir erum samkvæmt Heilagri ritningu skapaðir í mynd guðs og það gerir okkur einstaka í veröldinni. Ritningin segir að við eigum að drottna á jörðinni og gera dýrin okkur undirgefin. Við erum með sál öndvert við sálarlausar skepnunar og okkur er búin vist á himnum, ef við njótum náðar og höfum iðkað líferni sem Drottni er þóknanlegt. Hvað með hina nýuppgötvuðu ættingja okkar? Eru þeir kannski nær því að vera dýr en menn? Voru þeir með sál? Hefur Drottinn gert ráð fyrir þeim í himnaríki? Úr því að þeir eru svona líkir manninum eru þeir þá ekki líka svipaðir Drottni sjálfum? Segjum svo að fólk af tegundinni Homo floresiensis birtist á meðal okkar? Mundum við telja að það ætti að njóta mannréttinda eða mundum við koma því fyrir í dýragarði? Það er ekki ætlunin að reyna að svara þessum spurningum hér, aðeins að vekja með lesendum hugrenningar um manninn, náttúruna og trúna í ljósi óvæntrar vísindalegrar uppgötvunar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum flutti eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, heimsbyggðinni fréttir sem voru svo óvæntar og einkennilegar að menn eru enn forviða og hálf ringlaðir yfir þeim. Á eynni Flóres, sem tilheyrir Indónesíu, er búið að finna beinaleifar áður óþekktrar manntegundar sem var uppi samtímis mannkyninu - homo sapiens - fyrir tólf þúsund árum og virðist hafa þróast frá sömu forfeðrum. Þetta fólk var dvergvaxið, um einn metri að hæð, með heilabú sem var um þrisvar sinnum minna en heilbú okkar en samt virðist það hafa útbúið og notað verkfæri og ekki er útilokað að það hafi einnig smíðað sér farartæki til að sigla til Flóres en slík smíði hefur þá jafnframt útheimt tungumál. Ef ekki ættu í hlut vísindamenn sem eru í miklu áliti væri freistandi að afgreiða fréttirnar sem einhvers konar hrekk eða svik svona eins og Piltdown-manninn fræga á Englandi fyrir um það bil hundrað árum sem vera átti hlekkurinn milli manns og apa en reyndist vera tilbúningur. Það voru vísindamenn frá Ástralíu og Indónesíu, sem um árabil hafa stundað fornleifarannsóknir á Flóres, sem gerðu uppgötvunina. Fundurinn var í hellaþyrpingu sem heitir Liang Bua. Bestu greinargerðina fyrir málinu öllu er að finna hér á vefsíðu Nature þar sem fundinum er ýtarlega lýst og hann settur í samhengi við fyrri þekkingu okkar á þróunarsögu mannkyns. Í DV á laugardaginn var góð samantekt um efnið, hin viðamesta sem birst hefur í íslenskum fjölmiðli. Vísindamenn vilja kalla hina nýju tegund Homo floresiensis og aðgreina hana þannig skýrt frá okkur - Homo sapiens - og sameiginlegum forfeðrum - eins og Homo erectus og Homo habilis. Fundur Homo floresiensis veldur því að skrifa verður þróunarsöguna upp á nýtt. Enginn átti von á því að samtímis hinu viti borna mannkyni hafi fyrir ekki lengri tíma en um tólf þúsund árum verið á dögum önnur manntegund sem einnig virðist hafa verið með verkfærni og nokkurt vit í kollinum. Það er alls ekki útilokað að á milli þeirra hafi verið samskipti. Við hljótum nú að endurskoða hugmyndir okkar um sérstöðu mannkynsins á jörðinni og í dýraríkinu. Fréttirnir af Flóreskyninu hafa rifjað upp að enn eru lifandi þar á eynni þjóðsögur um löngu útdautt smáfólk, dvergana Ebu Gogo. Kannski eru þetta ævagamlar minningar um Homo floresiensis. Hver veit. Samkvæmt sumum sögnum á þetta fólk að hafa verið til fyrir fimm hundruð árum, jafnvel síðar. Og þá er stutt í þá spurningu hvort afkomendur þess leynist enn í þéttum og órannsökuðum skógum Flóresar. Þótt yngstu beinaleifarnar, sem fundust á Flóres, séu um tólf þúsund ára gamlar gæti fólk af þessu kyni hafa verið uppi miklu nær okkur í tíma. Einhver frægasti líffræðingur samtímans, Richard Dawkins, var með vangaveltur af þessu tagi í Sunday Times fyrir rúmri viku og þegar annar eins maður og hann lætur slíkt eftir sér ætti minni spámönnum að vera óhætt að láta hugann reika. Homo floresiensis hlýtur líka að vekja upp guðfræðilegar spurningar með kristnu fólki. Við mennirnir erum samkvæmt Heilagri ritningu skapaðir í mynd guðs og það gerir okkur einstaka í veröldinni. Ritningin segir að við eigum að drottna á jörðinni og gera dýrin okkur undirgefin. Við erum með sál öndvert við sálarlausar skepnunar og okkur er búin vist á himnum, ef við njótum náðar og höfum iðkað líferni sem Drottni er þóknanlegt. Hvað með hina nýuppgötvuðu ættingja okkar? Eru þeir kannski nær því að vera dýr en menn? Voru þeir með sál? Hefur Drottinn gert ráð fyrir þeim í himnaríki? Úr því að þeir eru svona líkir manninum eru þeir þá ekki líka svipaðir Drottni sjálfum? Segjum svo að fólk af tegundinni Homo floresiensis birtist á meðal okkar? Mundum við telja að það ætti að njóta mannréttinda eða mundum við koma því fyrir í dýragarði? Það er ekki ætlunin að reyna að svara þessum spurningum hér, aðeins að vekja með lesendum hugrenningar um manninn, náttúruna og trúna í ljósi óvæntrar vísindalegrar uppgötvunar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar