Besta bók höfundar til þessa 9. nóvember 2004 00:01 Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar