Vefur Íslandsbanka fyrstur til að fá vottun fyrir aðgengi fatlaðra 27. nóvember 2004 00:01 Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf. Innlent Tækni Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf.
Innlent Tækni Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira