Rukkað þrátt fyrir næga bandbreidd 30. nóvember 2004 00:01 Verðlagning internettenginga til almennings virðist í mörgum tilvikum miða við að takmarka niðurhal frá útlöndum, þrátt fyrir að ekki sé verið að nýta nema brot af gagnaflutningsgetunni sem fyrir hendi er. Algengt er að notendur séu rukkaðir um ákveðna krónuupphæð fyrir hvert megabæt gagna sem hlaðið er niður í mánuði umfram það sem áskriftarskilmálar kveða á um. Nú gætir nokkurs titrings meðal fyrirtækja sem selja aðgang að Internetinu vegna tilboðs fyrirtækisins Hive um erlent niðurhal án umframgjalds. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að ef til vill þyrfti endurskoða verðlagningu bandbreiddar hér. "Við erum með þessa bandbreidd og búið að leggja út fyrir henni, en nýtingin er ekki í samræmi við möguleikana," segir hann, en með tilkomu Farice sæstrengsins sem tekinn var í notkun í byrjun febrúar margfaldaðist flutningsgetan frá því sem áður var þegar CANTAT-3 sæstrengurinn var einn um að tengja landið við útlönd. Hrafnkell bendir á að ekki sé verið að nýta nema lítinn hluta gagnaflutningsgetunnar sem búið er að tryggja frá landinu um Farice strenginn. "Ég tel að ríkisstjórnin og stjórn Farice sé á villigötum með verð og kostnað við útlandatengingar um sæstrenginn," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður Inter - samtaka aðila er veita netþjónustu. "Það er rétt að bandbreiddin er næg, en verðlagningin er bara þannig að það er ekki nema fyrir Símann og Og Vodafone að versla við Farice." Guðmundur Kr. segir smærri netþjónustur nær alfarið með útlandagáttir um CANTAT-3 sæstrenginn, enda muni margfalt á verði. Hann segist þeirrar skoðunar að ríkið hefði átt að greiða niður kostnað við Farice um að minnsta kosti tvo þriðju. "Það nýta sér að minnsta kosti 90 þúsund manns tenginguna til útlanda á degi hverjum með kannski fara 90 bílar um Héðinsfjarðargöng sem ríkið greiðir á Norðausturlandi," segir hann og bendir á að á meðan kostnaður Íslands við lagningu Farice hafi verið tæpir 3 milljarðar kosti jarðgöng 5 til 6 milljarða. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Verðlagning internettenginga til almennings virðist í mörgum tilvikum miða við að takmarka niðurhal frá útlöndum, þrátt fyrir að ekki sé verið að nýta nema brot af gagnaflutningsgetunni sem fyrir hendi er. Algengt er að notendur séu rukkaðir um ákveðna krónuupphæð fyrir hvert megabæt gagna sem hlaðið er niður í mánuði umfram það sem áskriftarskilmálar kveða á um. Nú gætir nokkurs titrings meðal fyrirtækja sem selja aðgang að Internetinu vegna tilboðs fyrirtækisins Hive um erlent niðurhal án umframgjalds. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að ef til vill þyrfti endurskoða verðlagningu bandbreiddar hér. "Við erum með þessa bandbreidd og búið að leggja út fyrir henni, en nýtingin er ekki í samræmi við möguleikana," segir hann, en með tilkomu Farice sæstrengsins sem tekinn var í notkun í byrjun febrúar margfaldaðist flutningsgetan frá því sem áður var þegar CANTAT-3 sæstrengurinn var einn um að tengja landið við útlönd. Hrafnkell bendir á að ekki sé verið að nýta nema lítinn hluta gagnaflutningsgetunnar sem búið er að tryggja frá landinu um Farice strenginn. "Ég tel að ríkisstjórnin og stjórn Farice sé á villigötum með verð og kostnað við útlandatengingar um sæstrenginn," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður Inter - samtaka aðila er veita netþjónustu. "Það er rétt að bandbreiddin er næg, en verðlagningin er bara þannig að það er ekki nema fyrir Símann og Og Vodafone að versla við Farice." Guðmundur Kr. segir smærri netþjónustur nær alfarið með útlandagáttir um CANTAT-3 sæstrenginn, enda muni margfalt á verði. Hann segist þeirrar skoðunar að ríkið hefði átt að greiða niður kostnað við Farice um að minnsta kosti tvo þriðju. "Það nýta sér að minnsta kosti 90 þúsund manns tenginguna til útlanda á degi hverjum með kannski fara 90 bílar um Héðinsfjarðargöng sem ríkið greiðir á Norðausturlandi," segir hann og bendir á að á meðan kostnaður Íslands við lagningu Farice hafi verið tæpir 3 milljarðar kosti jarðgöng 5 til 6 milljarða.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira