Róttækar aðgerðir gegn skattsvikum 12. desember 2004 00:01 Tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum sem nefnd á vegum Alþings hefur lagt fram eru þær róttækustu sem komið hafa fram í þessum efnum, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um að nefndin skoðaði umfang skattsvika. Nefndin leggur meðal annars til að ákæruvald í skattsvikamálum verði fært til embættis Skattrannsóknarstjóra, sérhæfðar eftirlitsdeildir verði stofnaðar sem hafi eftirlit með stórfyrirtækjum sem eru í miklum umsvifum erlendis og að lögfest verði afdráttarlaus skylda banka og fjármálastofnana til að láta skattyfirvöldum í té upplýsingar sem þau óska eftir. Jóhanna hefur farið fram á að skýrsla nefndarinnar verði tekin til umræðu þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir áramót. Hún væntir þess að stjórnarliðar sýni vilja til þess að lögfesta ákvæði sem þurfi til að loka strax fyrir þessar smugur. Samfylkingin lagði fram tillögu við fjárlagagerðina í haust um að fjárveitingar til skatteftirlits yrðu auknar um tugi milljóna króna en ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillöguna. Jóhanna segir að tillagan verði lögð aftur fram og hún vonast til að fjármálaráðherra sjái sjálfur mikilvægi þess að efla skatteftirlit. "Þetta snýr bæði að bættu skatteftirliti og svo þarf að fara í það að lögfesta ýmis ákvæði til að loka fyrir smugur í lögum sem hafa verið nýttar til skattundanskota." Jóhanna segir mjög aðkallandi að taka á þessum lögbrotum þar sem um gríðarlega fjármuni sé að ræða. Þeir samsvari sennilega kostnaði við rekstur alls skólakerfisins í landinu. Það séu fyrirtæki og fjármagnseigendur sem hafi þessar fjárhæðir af almenningi þar sem launamenn hafi engin tækifæri til skattundanskota. "Ástandið er orðið þannig að einstaklingar greiða um 83 prósent af öllum skattgreiðslum á landinu en fyrirtæki og fjármagnseigendur miklu minna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum sem nefnd á vegum Alþings hefur lagt fram eru þær róttækustu sem komið hafa fram í þessum efnum, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um að nefndin skoðaði umfang skattsvika. Nefndin leggur meðal annars til að ákæruvald í skattsvikamálum verði fært til embættis Skattrannsóknarstjóra, sérhæfðar eftirlitsdeildir verði stofnaðar sem hafi eftirlit með stórfyrirtækjum sem eru í miklum umsvifum erlendis og að lögfest verði afdráttarlaus skylda banka og fjármálastofnana til að láta skattyfirvöldum í té upplýsingar sem þau óska eftir. Jóhanna hefur farið fram á að skýrsla nefndarinnar verði tekin til umræðu þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir áramót. Hún væntir þess að stjórnarliðar sýni vilja til þess að lögfesta ákvæði sem þurfi til að loka strax fyrir þessar smugur. Samfylkingin lagði fram tillögu við fjárlagagerðina í haust um að fjárveitingar til skatteftirlits yrðu auknar um tugi milljóna króna en ríkisstjórnarflokkarnir felldu tillöguna. Jóhanna segir að tillagan verði lögð aftur fram og hún vonast til að fjármálaráðherra sjái sjálfur mikilvægi þess að efla skatteftirlit. "Þetta snýr bæði að bættu skatteftirliti og svo þarf að fara í það að lögfesta ýmis ákvæði til að loka fyrir smugur í lögum sem hafa verið nýttar til skattundanskota." Jóhanna segir mjög aðkallandi að taka á þessum lögbrotum þar sem um gríðarlega fjármuni sé að ræða. Þeir samsvari sennilega kostnaði við rekstur alls skólakerfisins í landinu. Það séu fyrirtæki og fjármagnseigendur sem hafi þessar fjárhæðir af almenningi þar sem launamenn hafi engin tækifæri til skattundanskota. "Ástandið er orðið þannig að einstaklingar greiða um 83 prósent af öllum skattgreiðslum á landinu en fyrirtæki og fjármagnseigendur miklu minna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira