Bandaríkjamenn kunna að krefjast framsals Fischers 17. desember 2004 00:01 Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið." Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið."
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira