Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2025 21:10 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á kynningarfundinum í dag um samgönguáætlun. Bjarni Einarsson Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. Í fréttum Sýnar var greint frá hinni nýju forgangsröðun sem setur Fljótagöng á Tröllaskaga, milli Fljóta og Siglufjarðar, í fyrsta sæti. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði Fljótagöngin efst í forgangslista vegna sérstaklega hættulegrar náttúruvár. Hann kvaðst vonast til að framkvæmdir gætu hafist í lok árs 2026 og farið á fullt í ársbyrjun 2027. Efstu jarðgangakostir, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar að nýrri samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Saman í öðru til þriðja sæti eru sett annarsvegar Fjarðagöng á Austurlandi og hins vegar göng á Vestfjörðum milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Framkvæmdir við þau gætu hafist árið 2031. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti helstu atriði nýrrar samgönguáætlunar.Bjarni Einarsson Þar á eftir, í fjórða sæti, eru göng í Vesturbyggð undir Mikladal og Hálfdán, sem tengja myndu Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Röðin kæmi vart að þeim fyrr en árið 2036. Í frétt Sýnar voru forystumenn ríkisstjórnarinnar spurðir um hversvegna Fljótagöng voru sett í efsta sæti og Fjarðagöng tekin fram yfir Fjarðarheiðargöng: Ráðamenn Múlaþings og Seyðfirðingar hafa í dag lýst miklum vonbrigðum og jafnvel reiði. Engu að síður mun sú hringtenging sem Fjarðagöng skapa gagnast Seyðisfirði verulega. Með Fjarðagöngum yrði Seyðisfjörður ekki lengur botnlangi heldur hluti af hringleið um Mið-Austurland.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Seyðisfjörður yrði ekki lengur botnlangi, eins og hann hefði áfram orðið með Fjarðarheiðargöngum, heldur verða áfangastaður í nýrri hringleið um Mið-Austurland. Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri fá Fjarðagöng mun hærri einkunn en Fjarðarheiðargöng, einkum vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem þau hafa á stækkun atvinnusvæðis og byggðaþróun, en þau myndu meðal annars rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar. Ellefu jarðgangakostir verða áfram til skoðunar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Fjarðarheiðargöng eru samt ekki úr myndinni. Þau eru meðal ellefu jarðganga sem verða áfram til skoðunar. Ríkisstjórnin kynnti ekki aðeins samgönguáætlun í dag heldur einnig ákvörðun um stofnun innviðafélags um fjármögnun stærri framkvæmda. Gert er ráð fyrir að innviðafélagið verði að fullu í eigu ríkisins, fjármagnað með eiginfjárframlagi ríkissjóðs, veggjöldum og lántökum, meðal annars frá lífeyrissjóðum. Ráðherrarnir Daði Már Kristófersson, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Eyjólfur Ármannsson kynntu áform um stofnun innviðafélags um fjármögnun stærri samgönguverkefna. Bjarni Einarsson Þessu félagi er ætlað að fjármagna stærri verk eins og jarðgöng, Ölfusárbrú og ekki síst Sundabrautina, en innviðaráðherra lýsti því yfir í dag að ríkisstjórnin væri staðráðin í að hefja framkvæmdir við Sundbraut árið 2027 og ljúka þeim árið 2032. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Múlaþing Fjarðabyggð Fjallabyggð Skagafjörður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Byggðamál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt 3. desember 2025 13:56 Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. 3. desember 2025 12:57 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Í fréttum Sýnar var greint frá hinni nýju forgangsröðun sem setur Fljótagöng á Tröllaskaga, milli Fljóta og Siglufjarðar, í fyrsta sæti. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði Fljótagöngin efst í forgangslista vegna sérstaklega hættulegrar náttúruvár. Hann kvaðst vonast til að framkvæmdir gætu hafist í lok árs 2026 og farið á fullt í ársbyrjun 2027. Efstu jarðgangakostir, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar að nýrri samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Saman í öðru til þriðja sæti eru sett annarsvegar Fjarðagöng á Austurlandi og hins vegar göng á Vestfjörðum milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Framkvæmdir við þau gætu hafist árið 2031. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti helstu atriði nýrrar samgönguáætlunar.Bjarni Einarsson Þar á eftir, í fjórða sæti, eru göng í Vesturbyggð undir Mikladal og Hálfdán, sem tengja myndu Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Röðin kæmi vart að þeim fyrr en árið 2036. Í frétt Sýnar voru forystumenn ríkisstjórnarinnar spurðir um hversvegna Fljótagöng voru sett í efsta sæti og Fjarðagöng tekin fram yfir Fjarðarheiðargöng: Ráðamenn Múlaþings og Seyðfirðingar hafa í dag lýst miklum vonbrigðum og jafnvel reiði. Engu að síður mun sú hringtenging sem Fjarðagöng skapa gagnast Seyðisfirði verulega. Með Fjarðagöngum yrði Seyðisfjörður ekki lengur botnlangi heldur hluti af hringleið um Mið-Austurland.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Seyðisfjörður yrði ekki lengur botnlangi, eins og hann hefði áfram orðið með Fjarðarheiðargöngum, heldur verða áfangastaður í nýrri hringleið um Mið-Austurland. Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri fá Fjarðagöng mun hærri einkunn en Fjarðarheiðargöng, einkum vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem þau hafa á stækkun atvinnusvæðis og byggðaþróun, en þau myndu meðal annars rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar. Ellefu jarðgangakostir verða áfram til skoðunar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Fjarðarheiðargöng eru samt ekki úr myndinni. Þau eru meðal ellefu jarðganga sem verða áfram til skoðunar. Ríkisstjórnin kynnti ekki aðeins samgönguáætlun í dag heldur einnig ákvörðun um stofnun innviðafélags um fjármögnun stærri framkvæmda. Gert er ráð fyrir að innviðafélagið verði að fullu í eigu ríkisins, fjármagnað með eiginfjárframlagi ríkissjóðs, veggjöldum og lántökum, meðal annars frá lífeyrissjóðum. Ráðherrarnir Daði Már Kristófersson, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Eyjólfur Ármannsson kynntu áform um stofnun innviðafélags um fjármögnun stærri samgönguverkefna. Bjarni Einarsson Þessu félagi er ætlað að fjármagna stærri verk eins og jarðgöng, Ölfusárbrú og ekki síst Sundabrautina, en innviðaráðherra lýsti því yfir í dag að ríkisstjórnin væri staðráðin í að hefja framkvæmdir við Sundbraut árið 2027 og ljúka þeim árið 2032.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Múlaþing Fjarðabyggð Fjallabyggð Skagafjörður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Byggðamál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt 3. desember 2025 13:56 Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. 3. desember 2025 12:57 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30
Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt 3. desember 2025 13:56
Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. 3. desember 2025 12:57
Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45