Umræðu vantar 17. desember 2004 00:01 "Hjá sjálfstæðu ríki hefði mátt búast við umfangsmikilli umræðu um stjórnarskrána, en hún hefur aldrei farið fram hér á landi. Það er ekki víst að það þurfi að breyta miklu en það er mikilvægt að raunveruleg endurskoðun fari fram og hún ætti að ná lengra út í samfélagið en ekki vera bundið við þingmenn," segir Ágúst Þór Árnason, verkefnastjóri við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, um fyrirhugaða endurskoðun á stjórnarskrá Íslands. Stjórnarskrá Íslands hefur verið breytt alls sjö sinnum síðan hún tók gildi árið 1944; þrisvar hefur kjördæmaskipan verið breytt, kosningaaldur hefur tvisvar verið lækkaður, efri og neðri deild Alþingis verið sameinaðar og mannréttindakafli stjórnarskránnar var endursaminn árið 1994. Nú á að endurskoða ákvæði sem lúta að meðal annars að þjóðaratkvæðagreiðslu, þrískiptingu ríkisvaldsins, hlutverki forseta Íslands og kjördæmaskipan. Ágúst Þór segir það vera lykilatriði að stjórnarskránni hafi aldrei verið breytt nema með þverpólitískri sátt á Alþingi, enda er erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Þetta getur minnkað líkurnar á að þær hugmyndir sem eru uppi á pallborðinu nái fram að ganga. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu Að undanskildum ákvæðum um málskotsrétt forseta Íslands er hvergi minnst á hvernig hægt er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, en líklegt þykir að víðtæk sátt náist um að það á þessu þingi. Það sem hugsanlega getur valdið ágreiningi er hvernig best sé staðið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það þarf að taka ákvörðun um hver á að hafa þetta vald í hendi sér, til dæmis hvort almenningur eigi að hafa það vald eða hvort það eigi að liggja hjá ákveðnu hlutfalli þingmanna," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún telur að aðeins eigi að grípa til þjóðaratkvæðagreiðslu í málum sem víðtæk sátt ríkir um að það þurfi að gera. Því þurfi reglurnar að vera strangar en skýrar. "Mér finnst líklegt að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði bætt í stjórnarskrána," segir Ágúst Þór. "Ég hef litla trú á að það strandi á ágreiningi um tæknilega framkvæmd, það væri pólitískt gjaldþrot." Málskotsréttur forseta Þegar stjórnarskrá íslands var samin fyrir lýðveldisstofnunina árið 1944 var ákvæði um forseta Íslands meðal þeirra fáu breytinga sem voru gerðar frá fyrri skrá. Það voru hins vegar ekki miklar breytingar því forsetinn tók að mestu leyti við því hlutverki sem Danakonungur gegndi áður sem þjóðhöfðingi Íslands. Mestur styrr mun væntanlega standa um málskotsrétt forsetans. Siv Friðleifsdóttir segir að eðlilegt sé að skoða hlutverk forseta Íslands í ljósi atburða síðasta sumars "Það kom mörgum þingmönnum í opna skjöldu þegar forsetinn beitti málskotsréttinum. Það gerði enginn ráð fyrir því að þegar löggjafarvaldið hafði tekið ákvörðun væri hægt að koma málinu í annað ferli." Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins telur eðlilegt að hlutverk forseta sé endurskoðað en segir ekki þörf á að afnema málskotsréttinn. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar tekur undir það og segir málskotsréttinn hafa sannað gildi sitt síðasta sumar. Ágúst Þór Árnason segir að það myndi koma sér á óvart ef málskotsrétturinn verður felldur úr stjórnarskránni, þar sem það sé ólíklegt að stjórnarandstaðan muni samþykkja það. Landið eitt kjördæmi Síðasta stjórnarskrárbreyting var gerð árið 1999 en þá var kjördæmum fækkað úr átta í sex. Þrátt fyrir þessar breytingar finnst sumum ekki nógu langt gengið í þeim efnum og vilja sjá landið gert að einu kjördæmi og nefna þau rök að við núverandi skipan sé atkvæðavægi kjósenda ójafnt. "Það verður að jafna út vægi atkvæða, segir Margrét Sverrisdóttir, " Mig grunar að það verði ekki lögð mikil áhersla á það." Ágúst Ólafur er sammála því að það eigi að gera landið að einu kjördæmi sem og Siv Friðleifsdóttir, en hún bætir við að vilji til þess hafi ekki verið mikill innan Framsóknarflokksins. "Ég held að það myndi þó efla landsbyggðina, segir hún." "Ég held að það væru mistök að gera landið að einu kjördæmi. Það væri til þess fallið að auka miðstýrt flokksveldi og draga úr lýðræði," segir Ágúst Þór Árnason. Hann segir að Ísrael sé eina ríki heims þar sem slíkt fyrirkomulag finnist. "Þar sem atkvæðavægi er jafnt er svæðum utan aðseturs stjórnsýslunnar að öllu jöfnu tryggð áhrif, til dæmis með deildarskiptingu þingsins. Í neðri deild eru menn kosnir hlutfallskosningu með jöfnu atkvæðavægi en í efri deild hafa fulltrúar landsvæða visst bolmagn til að stöðva mál sem ganga þvert gegn hagsmunum þeirra. Ef Ísland yrði gert að einu kjördæmi myndi það svipta landsbyggðina að verulegu leyti möguleikum til að hafa áhrif á eigin málefni." Dómstólar og hlutverk þeirra Í stjórnarskránni er ekki minnst einu orði á Hæstarétt Íslands. Undanfarin misseri hefur einnig mikið verið deilt á að ráðherra skuli skipa dómara í Hæstarétt. Auk þess velta menn fyrir sér stjórnskipulegu vægi hans og má því búast við að ákvæðum um Hæstarétt verði bætt við. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir brýnast að skilgreina hlutverk Hæstaréttar sem stjórnlagadómstóls, en einnig komi til greina að kanna með hvaða hætti dómarar eru skipaðir í Hæstarétt. Undir það taka Siv Friðleifsdóttir og Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstri-Grænna, en hann telur að eins og málum er háttað skorti bæði dómsvald og löggjafarvald sjálfstæði. Ágúst Þór Árnason segir að hugsanlega verði breytingar gerðar á högum Hæstarréttar, en þær verði ekki endilega miklar þar sem það hugnist ef til vill ekki ákveðnum öflum að hrófla mikið við fyrirkomulaginu í núverandi mynd. Skerpt á aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdavalds Umræðan um skarpari aðskilnað löggjafar og framkvæmdavalds er ekki ný af nálinni og hefur mörgum þótt Alþingi beygt undir ægivald ríkisstjórnarinnar. "Yfirgangur framkvæmdavaldsins er orðinn mjög mikill," segir Margrét Sverrisdóttir. Ágúst Ólafur Ágústsson tekur í sama streng og segir Alþingi hálfgerða afgreiðslustofnun. Pétur Blöndal bendir á að aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds sé nokkuð skýr í stjórnarskránni en framkvæmdinni sé ábótavant, til dæmis séu fæst lagafrumvörp samin á Alþingi. Siv Friðleifsdóttir hefur beitt sér fyrir því að ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku, heldur setjist varamenn á þing í þeirra stað. Pétur Blöndal hefur stutt þann málflutning og fulltrúar hinna stjórnmálaflokkanna finnst það koma til greina. "Ráðherra skortir aðhald ef hann er beggja vegna borðs," segir Margrét Sverrisdóttir. Ágúst Ólafur telur að hugsanlega sé skynsamlegast að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu og vill að eftirlitshlutverk þingsins sé aukið. "Ég held að það séu ágætar líkur á að það náist sátt um að ráðherrar sitji ekki á þingi," segir Siv. "Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa bæði ályktað sérstaklega um það og það eru líka raddir um það innan hinna flokkanna, þó auðvitað séu einhverjir á móti því." Færi til upplýsingaöflunar jöfnuð Ágúst Þór segir það vissulega brýnt að skerpa á aðskilnaði framkvæmda- og löggjafarvaldsins en sú leið að ráðherrar sitji ekki á þingi sé ekki endilega til þess fallin að gefa þá niðurstöðu sem vonast er eftir. Hann vísar til reynslu Norðmanna og segir slíkt fyrirkomulag hafi ekki endilega haft æskileg áhrif. Ágúst Þór telur ennfremur að slík stjórnskipan geti jafnvel aukið styrk stjórnarflokkanna á kostnað stjórnarandstöðunnar. "Með þessari breytingu réðu stjórnarflokkarnir ekki aðeins yfir framkvæmdavaldinu og heldur væru líka með fullskipað þinglið. Ég sé engin bein rök fyrir því að stuðningur stjórnarflokkanna við ríkisstjórnina muni minnka eða breytast þó ráðherrarnir sjálfir sitji ekki á þingi." Hann telur að aðrar leiðir séu betur til þess fallnar skerpa á aðskilnaðinum. "Það er til dæmis hægt að styrkja þingið aðstöðulega séð, eins og gert hefur verið að sumu leyti undanfarin ár, og auka möguleika þingmanna til að afla sér sérfræðiálita. Þannig myndi misræmi milli löggjafar- og framkvæmdavaldsins til að afla sér upplýsinga minnka og það er grundvallaratriði." Ágúst Þór Árnason Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
"Hjá sjálfstæðu ríki hefði mátt búast við umfangsmikilli umræðu um stjórnarskrána, en hún hefur aldrei farið fram hér á landi. Það er ekki víst að það þurfi að breyta miklu en það er mikilvægt að raunveruleg endurskoðun fari fram og hún ætti að ná lengra út í samfélagið en ekki vera bundið við þingmenn," segir Ágúst Þór Árnason, verkefnastjóri við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, um fyrirhugaða endurskoðun á stjórnarskrá Íslands. Stjórnarskrá Íslands hefur verið breytt alls sjö sinnum síðan hún tók gildi árið 1944; þrisvar hefur kjördæmaskipan verið breytt, kosningaaldur hefur tvisvar verið lækkaður, efri og neðri deild Alþingis verið sameinaðar og mannréttindakafli stjórnarskránnar var endursaminn árið 1994. Nú á að endurskoða ákvæði sem lúta að meðal annars að þjóðaratkvæðagreiðslu, þrískiptingu ríkisvaldsins, hlutverki forseta Íslands og kjördæmaskipan. Ágúst Þór segir það vera lykilatriði að stjórnarskránni hafi aldrei verið breytt nema með þverpólitískri sátt á Alþingi, enda er erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Þetta getur minnkað líkurnar á að þær hugmyndir sem eru uppi á pallborðinu nái fram að ganga. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu Að undanskildum ákvæðum um málskotsrétt forseta Íslands er hvergi minnst á hvernig hægt er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, en líklegt þykir að víðtæk sátt náist um að það á þessu þingi. Það sem hugsanlega getur valdið ágreiningi er hvernig best sé staðið að því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það þarf að taka ákvörðun um hver á að hafa þetta vald í hendi sér, til dæmis hvort almenningur eigi að hafa það vald eða hvort það eigi að liggja hjá ákveðnu hlutfalli þingmanna," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún telur að aðeins eigi að grípa til þjóðaratkvæðagreiðslu í málum sem víðtæk sátt ríkir um að það þurfi að gera. Því þurfi reglurnar að vera strangar en skýrar. "Mér finnst líklegt að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu verði bætt í stjórnarskrána," segir Ágúst Þór. "Ég hef litla trú á að það strandi á ágreiningi um tæknilega framkvæmd, það væri pólitískt gjaldþrot." Málskotsréttur forseta Þegar stjórnarskrá íslands var samin fyrir lýðveldisstofnunina árið 1944 var ákvæði um forseta Íslands meðal þeirra fáu breytinga sem voru gerðar frá fyrri skrá. Það voru hins vegar ekki miklar breytingar því forsetinn tók að mestu leyti við því hlutverki sem Danakonungur gegndi áður sem þjóðhöfðingi Íslands. Mestur styrr mun væntanlega standa um málskotsrétt forsetans. Siv Friðleifsdóttir segir að eðlilegt sé að skoða hlutverk forseta Íslands í ljósi atburða síðasta sumars "Það kom mörgum þingmönnum í opna skjöldu þegar forsetinn beitti málskotsréttinum. Það gerði enginn ráð fyrir því að þegar löggjafarvaldið hafði tekið ákvörðun væri hægt að koma málinu í annað ferli." Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins telur eðlilegt að hlutverk forseta sé endurskoðað en segir ekki þörf á að afnema málskotsréttinn. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar tekur undir það og segir málskotsréttinn hafa sannað gildi sitt síðasta sumar. Ágúst Þór Árnason segir að það myndi koma sér á óvart ef málskotsrétturinn verður felldur úr stjórnarskránni, þar sem það sé ólíklegt að stjórnarandstaðan muni samþykkja það. Landið eitt kjördæmi Síðasta stjórnarskrárbreyting var gerð árið 1999 en þá var kjördæmum fækkað úr átta í sex. Þrátt fyrir þessar breytingar finnst sumum ekki nógu langt gengið í þeim efnum og vilja sjá landið gert að einu kjördæmi og nefna þau rök að við núverandi skipan sé atkvæðavægi kjósenda ójafnt. "Það verður að jafna út vægi atkvæða, segir Margrét Sverrisdóttir, " Mig grunar að það verði ekki lögð mikil áhersla á það." Ágúst Ólafur er sammála því að það eigi að gera landið að einu kjördæmi sem og Siv Friðleifsdóttir, en hún bætir við að vilji til þess hafi ekki verið mikill innan Framsóknarflokksins. "Ég held að það myndi þó efla landsbyggðina, segir hún." "Ég held að það væru mistök að gera landið að einu kjördæmi. Það væri til þess fallið að auka miðstýrt flokksveldi og draga úr lýðræði," segir Ágúst Þór Árnason. Hann segir að Ísrael sé eina ríki heims þar sem slíkt fyrirkomulag finnist. "Þar sem atkvæðavægi er jafnt er svæðum utan aðseturs stjórnsýslunnar að öllu jöfnu tryggð áhrif, til dæmis með deildarskiptingu þingsins. Í neðri deild eru menn kosnir hlutfallskosningu með jöfnu atkvæðavægi en í efri deild hafa fulltrúar landsvæða visst bolmagn til að stöðva mál sem ganga þvert gegn hagsmunum þeirra. Ef Ísland yrði gert að einu kjördæmi myndi það svipta landsbyggðina að verulegu leyti möguleikum til að hafa áhrif á eigin málefni." Dómstólar og hlutverk þeirra Í stjórnarskránni er ekki minnst einu orði á Hæstarétt Íslands. Undanfarin misseri hefur einnig mikið verið deilt á að ráðherra skuli skipa dómara í Hæstarétt. Auk þess velta menn fyrir sér stjórnskipulegu vægi hans og má því búast við að ákvæðum um Hæstarétt verði bætt við. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir brýnast að skilgreina hlutverk Hæstaréttar sem stjórnlagadómstóls, en einnig komi til greina að kanna með hvaða hætti dómarar eru skipaðir í Hæstarétt. Undir það taka Siv Friðleifsdóttir og Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstri-Grænna, en hann telur að eins og málum er háttað skorti bæði dómsvald og löggjafarvald sjálfstæði. Ágúst Þór Árnason segir að hugsanlega verði breytingar gerðar á högum Hæstarréttar, en þær verði ekki endilega miklar þar sem það hugnist ef til vill ekki ákveðnum öflum að hrófla mikið við fyrirkomulaginu í núverandi mynd. Skerpt á aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdavalds Umræðan um skarpari aðskilnað löggjafar og framkvæmdavalds er ekki ný af nálinni og hefur mörgum þótt Alþingi beygt undir ægivald ríkisstjórnarinnar. "Yfirgangur framkvæmdavaldsins er orðinn mjög mikill," segir Margrét Sverrisdóttir. Ágúst Ólafur Ágústsson tekur í sama streng og segir Alþingi hálfgerða afgreiðslustofnun. Pétur Blöndal bendir á að aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds sé nokkuð skýr í stjórnarskránni en framkvæmdinni sé ábótavant, til dæmis séu fæst lagafrumvörp samin á Alþingi. Siv Friðleifsdóttir hefur beitt sér fyrir því að ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku, heldur setjist varamenn á þing í þeirra stað. Pétur Blöndal hefur stutt þann málflutning og fulltrúar hinna stjórnmálaflokkanna finnst það koma til greina. "Ráðherra skortir aðhald ef hann er beggja vegna borðs," segir Margrét Sverrisdóttir. Ágúst Ólafur telur að hugsanlega sé skynsamlegast að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu og vill að eftirlitshlutverk þingsins sé aukið. "Ég held að það séu ágætar líkur á að það náist sátt um að ráðherrar sitji ekki á þingi," segir Siv. "Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa bæði ályktað sérstaklega um það og það eru líka raddir um það innan hinna flokkanna, þó auðvitað séu einhverjir á móti því." Færi til upplýsingaöflunar jöfnuð Ágúst Þór segir það vissulega brýnt að skerpa á aðskilnaði framkvæmda- og löggjafarvaldsins en sú leið að ráðherrar sitji ekki á þingi sé ekki endilega til þess fallin að gefa þá niðurstöðu sem vonast er eftir. Hann vísar til reynslu Norðmanna og segir slíkt fyrirkomulag hafi ekki endilega haft æskileg áhrif. Ágúst Þór telur ennfremur að slík stjórnskipan geti jafnvel aukið styrk stjórnarflokkanna á kostnað stjórnarandstöðunnar. "Með þessari breytingu réðu stjórnarflokkarnir ekki aðeins yfir framkvæmdavaldinu og heldur væru líka með fullskipað þinglið. Ég sé engin bein rök fyrir því að stuðningur stjórnarflokkanna við ríkisstjórnina muni minnka eða breytast þó ráðherrarnir sjálfir sitji ekki á þingi." Hann telur að aðrar leiðir séu betur til þess fallnar skerpa á aðskilnaðinum. "Það er til dæmis hægt að styrkja þingið aðstöðulega séð, eins og gert hefur verið að sumu leyti undanfarin ár, og auka möguleika þingmanna til að afla sér sérfræðiálita. Þannig myndi misræmi milli löggjafar- og framkvæmdavaldsins til að afla sér upplýsinga minnka og það er grundvallaratriði." Ágúst Þór Árnason
Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira