Vilja vita verð símtala fyrirfram 17. desember 2004 00:01 Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. Fjölmargir hafi haft samband vegna hárra símareikninga. "Við viljum að fólk fái viðvörun þegar hringt er úr einu kerfi í annað því þar með er fólk að borga meira," segir Jóhannes. Fundað hafi verið með Póst- og fjarskiptastofnun sem skoði málið. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að full ástæða til að gera kostnað símafyrirtækja sýnilegri. Sá mikli verðmunur sem sé milli fyrirtækjanna verði ekki til lengdar. Hann skapist meðal annars af því símafyrirtækin borgi hvort öðru þjónustugjöld þegar hringt sé milli kerfanna. Mikill verðmunur sé á gjöldunum. Og Vodafone greiði 8,92 krónur til Símans þegar hringt sé milli kerfa en Síminn greiði 12.10 til Og Vodafone. "Þetta eru heildsöluverð og ber ekki að rugla við smásöluverð," segir Hrafnkell: "Við teljum langtímasjónarmið fyrir neytendur að jafna beri þjónustugjöld símfyrirtækjanna." Slíkt skref hafi til dæmis verið stigið í Svíþjóð í vikunni. Jóhannes segir vandamálið hafa sprottið upp eftir að númeraflutningur milli fyrirtækjanna var leyfður. Áður hafi fólk vitað að númer sem hæfust á tölunni sex væru hjá Og Vodafone og átta hjá Símanum. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir það í hag fyrirtækisins að fólk viti í hvort kerfið það hringi þar sem viðskiptavinir þeirra greiði lægri gjöld. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir það stafa af mismun á heildsöluverði fyrirtækjanna. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki séð ástæðu til að íhlutast um verð þrátt fyrir óskir Símans. Það sé ósigur neytenda: "Það skiptir höfuðmáli fyrir viðskiptavini að gjaldið sem þeir greiða fyrir símtöl á milli kerfa sé hið sama, hvort sem þeir hringja úr kerfi Símans til Og fjarskipta eða öfugt." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. Fjölmargir hafi haft samband vegna hárra símareikninga. "Við viljum að fólk fái viðvörun þegar hringt er úr einu kerfi í annað því þar með er fólk að borga meira," segir Jóhannes. Fundað hafi verið með Póst- og fjarskiptastofnun sem skoði málið. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að full ástæða til að gera kostnað símafyrirtækja sýnilegri. Sá mikli verðmunur sem sé milli fyrirtækjanna verði ekki til lengdar. Hann skapist meðal annars af því símafyrirtækin borgi hvort öðru þjónustugjöld þegar hringt sé milli kerfanna. Mikill verðmunur sé á gjöldunum. Og Vodafone greiði 8,92 krónur til Símans þegar hringt sé milli kerfa en Síminn greiði 12.10 til Og Vodafone. "Þetta eru heildsöluverð og ber ekki að rugla við smásöluverð," segir Hrafnkell: "Við teljum langtímasjónarmið fyrir neytendur að jafna beri þjónustugjöld símfyrirtækjanna." Slíkt skref hafi til dæmis verið stigið í Svíþjóð í vikunni. Jóhannes segir vandamálið hafa sprottið upp eftir að númeraflutningur milli fyrirtækjanna var leyfður. Áður hafi fólk vitað að númer sem hæfust á tölunni sex væru hjá Og Vodafone og átta hjá Símanum. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir það í hag fyrirtækisins að fólk viti í hvort kerfið það hringi þar sem viðskiptavinir þeirra greiði lægri gjöld. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir það stafa af mismun á heildsöluverði fyrirtækjanna. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki séð ástæðu til að íhlutast um verð þrátt fyrir óskir Símans. Það sé ósigur neytenda: "Það skiptir höfuðmáli fyrir viðskiptavini að gjaldið sem þeir greiða fyrir símtöl á milli kerfa sé hið sama, hvort sem þeir hringja úr kerfi Símans til Og fjarskipta eða öfugt."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira