Reykjanesbrautin ekki breikkuð? 17. desember 2004 00:01 Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem lagt var til að fallast ekki á framkvæmdaleyfi fyrir Vegagerðina vegna breikkunar Reykjanesbrautar í landi Garðabæjar, samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Ásdís Halla segir þær tillögur sem lágu fyrir frá Vegagerðinni mun betri en þær sem voru uppi á borðinu fyrir ári. Þá þurfi viðkomandi ráðherrar og þingmenn að leggja mat á málið, enda komi það í þeirra hlut að veita fjármunum til verksins. Ljóst sé að breyta þurfi þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Sumar hljóðmanirnar séu t.d. enn of háar og spurning sé hvort vegurinn verði lækkaður. Ásdís segir töluverðan mun vera á kostnaðaráætlunum fyrir það verk, eða allt frá 500 til 1200 milljónir. Með lækkun brautarinnar opnast möguleiki á að leggja hana í stokk en Ásdís Halla segir ekki kröfu um slíkt núna, hvað sem verði síðar, til dæmis eftir einhverja áratugi en slíkt kosti um fjóra milljarða króna. Hún segir að samgönguráðherra ætli að boða í næstu viku til fundar með bæjaryfirvöldum, umhverfisráðherra, Vegagerðinni og þingmönnum kjördæmisins um framhaldið. Ásdís efast þrátt fyrir allt ekki um að Reykjanesbrautin verði breikkuð því hún gegni það miklu lykilhlutverki á höfuðborgarsvæðinu - það sé aðeins spurning með hvaða hætti það verði gert. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem lagt var til að fallast ekki á framkvæmdaleyfi fyrir Vegagerðina vegna breikkunar Reykjanesbrautar í landi Garðabæjar, samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Ásdís Halla segir þær tillögur sem lágu fyrir frá Vegagerðinni mun betri en þær sem voru uppi á borðinu fyrir ári. Þá þurfi viðkomandi ráðherrar og þingmenn að leggja mat á málið, enda komi það í þeirra hlut að veita fjármunum til verksins. Ljóst sé að breyta þurfi þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Sumar hljóðmanirnar séu t.d. enn of háar og spurning sé hvort vegurinn verði lækkaður. Ásdís segir töluverðan mun vera á kostnaðaráætlunum fyrir það verk, eða allt frá 500 til 1200 milljónir. Með lækkun brautarinnar opnast möguleiki á að leggja hana í stokk en Ásdís Halla segir ekki kröfu um slíkt núna, hvað sem verði síðar, til dæmis eftir einhverja áratugi en slíkt kosti um fjóra milljarða króna. Hún segir að samgönguráðherra ætli að boða í næstu viku til fundar með bæjaryfirvöldum, umhverfisráðherra, Vegagerðinni og þingmönnum kjördæmisins um framhaldið. Ásdís efast þrátt fyrir allt ekki um að Reykjanesbrautin verði breikkuð því hún gegni það miklu lykilhlutverki á höfuðborgarsvæðinu - það sé aðeins spurning með hvaða hætti það verði gert.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira