Gott ár að baki hjá Keflavík 22. desember 2004 00:01 Það er ótrúlega sigursælt ár að baki hjá kvennaliði Keflavíkur í körfunni því þær unnu alla fimm titla ársins og töpuðu aðeins einum af 35 leikjum sínum í deild, meistarakeppni, bikarkeppnum og úrslitakeppni. Keflavíkurliðið er því með 97% sigurhlutfall á árinu og þar af vann liðið þrjátíu af leikjunum með tíu stigum eða meira. Eina tapið á árinu kom í Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar í vor og það var reyndar þjálfaranum dýrkeypt því í kjölfarið var Hirti Harðarsyni sagt upp störfum. Sigurður Ingimundarson tók þá við liðinu sem vann fjóra síðustu leiki úrslitakeppninnar og fagnaði Íslandmeistaratitinum. Sverrir Þór Sverrisson tók síðan við Keflavíkurliðinu í sumar og liðið hefur unnið alla 16 leikina undir hans stjórn í vetur og alla með 11 stigum eða meira. Það virtist skipta engu þó að tvær af leikreyndustu leikmönnum liðsins, Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir, færu yfir til Grindavíkur því í þeirra stað hafa komið inn tvær ungar og stórefnilegar stúlkur, Bryndís Guðmundsdóttir og María Ben Erlingsdóttir, sem hafa leikið mjög vel í vetur. Keflavík hefur meðal annars unnið þrjá leiki sína gegn Grindavík með samtals 79 stiga mun en Grindavík er einmitt í öðru sæti í deildinni eftir fyrri umferðina. Keflavík varð í vor fyrsta liðið í tíu ár til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn án liðsstyrks frá útlöndum en í vetur hefur liðið notið krafta Resheu Bristol sem er efst í stoðsendingum (7,1 í leik) og stolnum boltum (7,2) í deildinni og illviðráðanleg fyrir önnur lið deildarinnar enda einnig með 21,9 stig og 7,8 fráköst að meðaltali í leik. Leikir Keflavíkur á árinu: Deildin: 20 sigrar - 0 töp Úrslitakeppni: 5 sigrar - 1 tap Bikarkeppni: 4 sigrar - 0 töp Hópbílabikar: 4 sigrar - 0 töp Meistarakeppni: 1 sigur - 0 töp Sigrar Keflavíkurliðsins 2004: 0 til 9 stiga sigrar: 4 leikir 10 til 19 stiga sigrar: 8 leikir 20 til 29 stiga sigrar: 8 leikir Stærri en 30 stiga sigrar: 14 leikir Körfubolti Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Það er ótrúlega sigursælt ár að baki hjá kvennaliði Keflavíkur í körfunni því þær unnu alla fimm titla ársins og töpuðu aðeins einum af 35 leikjum sínum í deild, meistarakeppni, bikarkeppnum og úrslitakeppni. Keflavíkurliðið er því með 97% sigurhlutfall á árinu og þar af vann liðið þrjátíu af leikjunum með tíu stigum eða meira. Eina tapið á árinu kom í Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar í vor og það var reyndar þjálfaranum dýrkeypt því í kjölfarið var Hirti Harðarsyni sagt upp störfum. Sigurður Ingimundarson tók þá við liðinu sem vann fjóra síðustu leiki úrslitakeppninnar og fagnaði Íslandmeistaratitinum. Sverrir Þór Sverrisson tók síðan við Keflavíkurliðinu í sumar og liðið hefur unnið alla 16 leikina undir hans stjórn í vetur og alla með 11 stigum eða meira. Það virtist skipta engu þó að tvær af leikreyndustu leikmönnum liðsins, Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir, færu yfir til Grindavíkur því í þeirra stað hafa komið inn tvær ungar og stórefnilegar stúlkur, Bryndís Guðmundsdóttir og María Ben Erlingsdóttir, sem hafa leikið mjög vel í vetur. Keflavík hefur meðal annars unnið þrjá leiki sína gegn Grindavík með samtals 79 stiga mun en Grindavík er einmitt í öðru sæti í deildinni eftir fyrri umferðina. Keflavík varð í vor fyrsta liðið í tíu ár til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn án liðsstyrks frá útlöndum en í vetur hefur liðið notið krafta Resheu Bristol sem er efst í stoðsendingum (7,1 í leik) og stolnum boltum (7,2) í deildinni og illviðráðanleg fyrir önnur lið deildarinnar enda einnig með 21,9 stig og 7,8 fráköst að meðaltali í leik. Leikir Keflavíkur á árinu: Deildin: 20 sigrar - 0 töp Úrslitakeppni: 5 sigrar - 1 tap Bikarkeppni: 4 sigrar - 0 töp Hópbílabikar: 4 sigrar - 0 töp Meistarakeppni: 1 sigur - 0 töp Sigrar Keflavíkurliðsins 2004: 0 til 9 stiga sigrar: 4 leikir 10 til 19 stiga sigrar: 8 leikir 20 til 29 stiga sigrar: 8 leikir Stærri en 30 stiga sigrar: 14 leikir
Körfubolti Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira