Hátíð sumra barna 23. desember 2004 00:01 Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun