Ólíkar skilgreiningar 3. nóvember 2005 06:00 Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun