Má treysta fróðleiknum? Guðmundur Magnússon skrifar 13. janúar 2005 00:01 Sú var tíð að það var óskadraumur allra þekkingarþyrstra manna að eiga alfræðiritið Encyclopædia Britannica heima í bókaskápnum sínum. Þetta frægasta uppflettirit heims freistaði manna kynslóð fram af kynslóð frá því það kom út fyrst í þremur bindum í Edinborg í Skotlandi seint á 18. öld. Það kemur enn út með nokkurra ára millibili, bindin eru nú 33 að tölu, en auk þess er hægt að nálgast efnið á vefsíðunni brittannica.com. En veröldin hefur breyst mikið frá því menn fóru fyrst að safna fróðleik í alfræðirit á upplýsingaöld. Nú fleygir þekkingu mannkyns og vísindum svo hratt fram að fróðleikur á bókum úreldist nánast áður en bækur sem geyma hann eru komnar úr prentun. Netið verður því æ mikilvægari þekkingarbrunnur. Og það var þess vegna sem útgefendur Britannicu brugðu á það ráð fljótlega eftir að netið kom til sögu að setja alfræðiritið þar í heild og uppfæra reglulega með skilvirkum hætti. En fyrir nokkru síðan fékk Britannica skæða samkeppni frá alfræðiriti sem nefnist Wikipedia og er samið og hugsað með allt öðrum hætti. Britannica er verk fræðimanna og þar er ekkert birt, hvorki á bók né netsíðum, nema það sé vandlega yfirlesið af mörgum sérfræðingum. Þeir sem slá upp í Britannicu eiga að geta treyst því að fróðleikurinn sé sannprófaður og honum megi treysta að svo miklu leyti sem slíkt er yfirleitt hægt. Höfundar nýja alfræðiritsins, Wikipediu, sem eingöngu er að finna á netinu, eru fjölbreytilegri hópur, áhugamenn ekkert síður en sérfræðingar, grúskarar ekkert síður en skólagengnir fræðimenn. Og höfundarnir eru líka af vafasamara tagi, grillufangarar, þráhyggjumenn, frelsaðir menn, spámenn og áróðursmenn. Það geta nefnilega allir skrifað á Wikipediu, þar er engin formleg ritstjórn og öll framlög metin jafngild. Er þetta þá ekki einn hrærigrautur? Nei, hið furðulega hefur gerst: í meginatriðum er Wikipedia með sínar 400 þúsund efnisgreinar (enska útgáfan í nóvember í fyrra) áreiðanleg heimild um það fjallað er um. Það er vegna þess að samviskusamir sannleiksunnendur eru fljótir að leiðrétta vitleysur og rangfærslur sem settar eru inn á síðuna. En auðvitað er þar líka að finna vitleysu og hæpnar kenningar og greinar þar sem vandvirkni og fræðimennsku er ábótavant. Munurinn á Wikipediu og Britannicu er semsagt sá að síðarnefnda alfræðiritið hefur óvefengjanlegan sérfræðistimpil, gæðavottorð. Það má treysta því. Í fljótu bragði mætti ætla að þetta þýddi að menn sneyddu hjá Wikipediu,sem ekki er hægt að treysta hundrað prósent, og veldu Britannicu þegar þeir væru að leita sér fróðleiks um sögu og vísindi, bókmenntir og tækni, landafræði og stjórnmál, heilbrigðismál og hundarækt svo nokkuð sé nefnt. Og sannarlega koma menn ekki að tómum kofanum hjá breska alfræðiritinu. Samt er það nú svo að Wikipedia er að vinna samkeppnina um athyglina og fær fleiri heimsóknir. Hver er skýringin? Það er vegna þess að Wikipedia hefur nú smám saman tekist að bjóða upp á meira efni, fjölbreytilegra og umfram allt nýrra. Sérfræðivinnan á Britannicu með öllum sínum yfirlestrum er ansi tímafrek en veröldin er á harðahlaupum og þekkingarþorsta netverja þarf að slökkva STRAX eins og lesendur kannast við. Segjum til dæmis að lesendur þurfi að fá yfirlit um hamfarirnar í Asíu um jólin, upphaf þeirra og afleiðingar ásamt vísindalegum skýringum á því hvers vegna þetta gerðist. Ein leiðin til að afla þessara upplýsinga er að leita til fréttamiðlanna á netinu, en gallinn er sá að þeir flytja fyrst og fremst tíðindi frá degi til dags og ekki er víst að neinn þeirra hafi aðgengilega samantekt upp á að bjóða. Hvað þá með Britannicu? Nei, upplýsingar um hamfarirnar munu væntanlega ekki vera á boðstólum þar fyrr en eftir nokkuð langan tíma. Sérfræðingar eiga eftir að vinna textann og lesa hann yfir. Aftur á móti er nú þegar komið greinargott yfirlit um hamfarirnar á Wikipediu sem virðist ábyggilegt. Hér má lesa það. Það er vegna þessa sem "opna" eða "frjálsa" alfræðiritið nýtur svo mikilla vinsælda sem raun ber vitni. En framhjá því verður ekki horft að Wikipediaer mun líklegri enBritannicatil að geyma villur. Þess vegna geta t.d. háskólar og aðrar menntastofnanir ekki samþykkt að hún sé notuð sem heimild í ritgerðum nemenda. Og ekki skyldu menn taka ákvarðanir sem varða líf og heilsu á grundvelli hennar. En hún er góður vettvangur til að byrja leit á og gefa yfirlit. Á grundvelli þeirrar þekkingar sem þar er að finna geta menn síðan leitað áfram til áreiðanlegri miðla. Wikipedia getur verið góð uppspretta fyrir hugmyndir og frekari rannsóknir.Má treysta fróðleiknum? Mjög oft, en það er vissara - og raunar nauðsynlegt - að athuga fleiri heimildir.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíð að það var óskadraumur allra þekkingarþyrstra manna að eiga alfræðiritið Encyclopædia Britannica heima í bókaskápnum sínum. Þetta frægasta uppflettirit heims freistaði manna kynslóð fram af kynslóð frá því það kom út fyrst í þremur bindum í Edinborg í Skotlandi seint á 18. öld. Það kemur enn út með nokkurra ára millibili, bindin eru nú 33 að tölu, en auk þess er hægt að nálgast efnið á vefsíðunni brittannica.com. En veröldin hefur breyst mikið frá því menn fóru fyrst að safna fróðleik í alfræðirit á upplýsingaöld. Nú fleygir þekkingu mannkyns og vísindum svo hratt fram að fróðleikur á bókum úreldist nánast áður en bækur sem geyma hann eru komnar úr prentun. Netið verður því æ mikilvægari þekkingarbrunnur. Og það var þess vegna sem útgefendur Britannicu brugðu á það ráð fljótlega eftir að netið kom til sögu að setja alfræðiritið þar í heild og uppfæra reglulega með skilvirkum hætti. En fyrir nokkru síðan fékk Britannica skæða samkeppni frá alfræðiriti sem nefnist Wikipedia og er samið og hugsað með allt öðrum hætti. Britannica er verk fræðimanna og þar er ekkert birt, hvorki á bók né netsíðum, nema það sé vandlega yfirlesið af mörgum sérfræðingum. Þeir sem slá upp í Britannicu eiga að geta treyst því að fróðleikurinn sé sannprófaður og honum megi treysta að svo miklu leyti sem slíkt er yfirleitt hægt. Höfundar nýja alfræðiritsins, Wikipediu, sem eingöngu er að finna á netinu, eru fjölbreytilegri hópur, áhugamenn ekkert síður en sérfræðingar, grúskarar ekkert síður en skólagengnir fræðimenn. Og höfundarnir eru líka af vafasamara tagi, grillufangarar, þráhyggjumenn, frelsaðir menn, spámenn og áróðursmenn. Það geta nefnilega allir skrifað á Wikipediu, þar er engin formleg ritstjórn og öll framlög metin jafngild. Er þetta þá ekki einn hrærigrautur? Nei, hið furðulega hefur gerst: í meginatriðum er Wikipedia með sínar 400 þúsund efnisgreinar (enska útgáfan í nóvember í fyrra) áreiðanleg heimild um það fjallað er um. Það er vegna þess að samviskusamir sannleiksunnendur eru fljótir að leiðrétta vitleysur og rangfærslur sem settar eru inn á síðuna. En auðvitað er þar líka að finna vitleysu og hæpnar kenningar og greinar þar sem vandvirkni og fræðimennsku er ábótavant. Munurinn á Wikipediu og Britannicu er semsagt sá að síðarnefnda alfræðiritið hefur óvefengjanlegan sérfræðistimpil, gæðavottorð. Það má treysta því. Í fljótu bragði mætti ætla að þetta þýddi að menn sneyddu hjá Wikipediu,sem ekki er hægt að treysta hundrað prósent, og veldu Britannicu þegar þeir væru að leita sér fróðleiks um sögu og vísindi, bókmenntir og tækni, landafræði og stjórnmál, heilbrigðismál og hundarækt svo nokkuð sé nefnt. Og sannarlega koma menn ekki að tómum kofanum hjá breska alfræðiritinu. Samt er það nú svo að Wikipedia er að vinna samkeppnina um athyglina og fær fleiri heimsóknir. Hver er skýringin? Það er vegna þess að Wikipedia hefur nú smám saman tekist að bjóða upp á meira efni, fjölbreytilegra og umfram allt nýrra. Sérfræðivinnan á Britannicu með öllum sínum yfirlestrum er ansi tímafrek en veröldin er á harðahlaupum og þekkingarþorsta netverja þarf að slökkva STRAX eins og lesendur kannast við. Segjum til dæmis að lesendur þurfi að fá yfirlit um hamfarirnar í Asíu um jólin, upphaf þeirra og afleiðingar ásamt vísindalegum skýringum á því hvers vegna þetta gerðist. Ein leiðin til að afla þessara upplýsinga er að leita til fréttamiðlanna á netinu, en gallinn er sá að þeir flytja fyrst og fremst tíðindi frá degi til dags og ekki er víst að neinn þeirra hafi aðgengilega samantekt upp á að bjóða. Hvað þá með Britannicu? Nei, upplýsingar um hamfarirnar munu væntanlega ekki vera á boðstólum þar fyrr en eftir nokkuð langan tíma. Sérfræðingar eiga eftir að vinna textann og lesa hann yfir. Aftur á móti er nú þegar komið greinargott yfirlit um hamfarirnar á Wikipediu sem virðist ábyggilegt. Hér má lesa það. Það er vegna þessa sem "opna" eða "frjálsa" alfræðiritið nýtur svo mikilla vinsælda sem raun ber vitni. En framhjá því verður ekki horft að Wikipediaer mun líklegri enBritannicatil að geyma villur. Þess vegna geta t.d. háskólar og aðrar menntastofnanir ekki samþykkt að hún sé notuð sem heimild í ritgerðum nemenda. Og ekki skyldu menn taka ákvarðanir sem varða líf og heilsu á grundvelli hennar. En hún er góður vettvangur til að byrja leit á og gefa yfirlit. Á grundvelli þeirrar þekkingar sem þar er að finna geta menn síðan leitað áfram til áreiðanlegri miðla. Wikipedia getur verið góð uppspretta fyrir hugmyndir og frekari rannsóknir.Má treysta fróðleiknum? Mjög oft, en það er vissara - og raunar nauðsynlegt - að athuga fleiri heimildir.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar