Má fólk ekki bara hlæja? 14. janúar 2005 00:01 Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun