Innlent

Veiddu 116 tonn án kvóta

Ríkislögreglustjóri hefur höfðað opinbert mál gegn þremur mönnum fyrir að hafa á tímabilinu 3. september 2001 til 27. mars 2002 gert skip út frá Ólafsvík án veiðiheimilda og veitt rúmlega 116 tonn af þorski. Þeim er einnig gefið að sök að hafa veitt ufsa, löngu, skarkola, þykkvalúru, keilu og steinbít umfram aflaheimildir skipsins. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og krefst Ríkislögreglustjóri þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar fyrir brot sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×