Heimurinn hættulegri eftir innrás 22. janúar 2005 00:01 Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira