Mótmæla sölu grunnnets Símans 26. janúar 2005 00:01 Fjarskiptafyrirtækin Og Vodafone og eMax og INTER, samtök aðila sem veita netþjónustu, mótmæla fyrirhugaðri sölu á grunnneti Símans, sem þau segja eina mikilvægustu auðlind Íslendinga. Er þess krafist í fréttatilkynningu frá félögunum þremur að að grunnnetið verði undanskilið þegar Síminn verður seldur einkaaðilum. Í tilkynningunni segir enn fremur að reynslan hafi sýnt að samkeppnisyfirvöld og Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki haft bolmagn til að standa vörð um að leikreglum sé fylgt í harðvítugri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sú tortryggni sem ríkt hafi í garð Símans hjá öllum frjálsum fyrirtækjum á þessum markaði hafi verið mikil og muni aukast enn verði grunnentið selt. Þá segir að yfirvöld samkeppnismála hér á landi hafi skilgreint það svo að fjarskiptamarkaðurinn hafi ekki forgang. Þetta hafi leitt til þess að Síminn hafi í krafti stærðar sinnar og aðstöðu til að beita tæknilegum viðskiptahindrunum getað haldið aftur af eðlilegri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sem handahafi grunnnetsins hafi Síminn beitt mikilli hörku gagnvart keppinautum og alþekkt er að sú harka aukist þegar ríkisfyrirtæki komist í eigu einkaaðila. Þá er bent á að enn eigi mörg byggðarlög og fólk dreifbýli ekki kost á háhraðanettengingu og eftir eigi að ljúka uppbyggingu dreifikerfis fyrir GSM-síma. Ljóst sé að einkaaðilar muni gera ríkari kröfur til arðsemi en ríkið hafi gert. Verði grunnnetið selt sé ljóst að þessi byggðarlög verði ekki samkeppnishæf um fólk eða fyrirtæki í framtíðinni. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækin Og Vodafone og eMax og INTER, samtök aðila sem veita netþjónustu, mótmæla fyrirhugaðri sölu á grunnneti Símans, sem þau segja eina mikilvægustu auðlind Íslendinga. Er þess krafist í fréttatilkynningu frá félögunum þremur að að grunnnetið verði undanskilið þegar Síminn verður seldur einkaaðilum. Í tilkynningunni segir enn fremur að reynslan hafi sýnt að samkeppnisyfirvöld og Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki haft bolmagn til að standa vörð um að leikreglum sé fylgt í harðvítugri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sú tortryggni sem ríkt hafi í garð Símans hjá öllum frjálsum fyrirtækjum á þessum markaði hafi verið mikil og muni aukast enn verði grunnentið selt. Þá segir að yfirvöld samkeppnismála hér á landi hafi skilgreint það svo að fjarskiptamarkaðurinn hafi ekki forgang. Þetta hafi leitt til þess að Síminn hafi í krafti stærðar sinnar og aðstöðu til að beita tæknilegum viðskiptahindrunum getað haldið aftur af eðlilegri samkeppni á fjarskiptamarkaði. Sem handahafi grunnnetsins hafi Síminn beitt mikilli hörku gagnvart keppinautum og alþekkt er að sú harka aukist þegar ríkisfyrirtæki komist í eigu einkaaðila. Þá er bent á að enn eigi mörg byggðarlög og fólk dreifbýli ekki kost á háhraðanettengingu og eftir eigi að ljúka uppbyggingu dreifikerfis fyrir GSM-síma. Ljóst sé að einkaaðilar muni gera ríkari kröfur til arðsemi en ríkið hafi gert. Verði grunnnetið selt sé ljóst að þessi byggðarlög verði ekki samkeppnishæf um fólk eða fyrirtæki í framtíðinni.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira