Fimm tóku Vioxx, fengu hjartaáfall 27. janúar 2005 00:01 Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira