Deilt um túlkun Halldórs á 1441 29. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði harða hríð að Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, á Alþingi á dögunum og sakaði hann um vanþekkingu: "Man háttvirtur þingmaður það ekki að ályktun 1441 var samþykkt í öryggisráðinu í nóvember 2002? Man hann ekki eftir því að byggður var upp mikill þrýstingur á Saddam Hussein að hann færi frá völdum sem allar þjóðir stóðu að, meðal annars Þjóðverjar?.... Það var verið að byggja upp mikinn þrýsting þessa mánuði og það voru allir að vonast eftir því að sá þrýstingur yrði til þess að Saddam Hussein færi frá völdum." Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki hægt að skilja þessi orð Halldórs á annan veg en hann telji að ályktun 1441 fjalli um að koma Saddam frá völdum. "Eins og allir vita laut 1441 að því að leita af sér allan grun um tilvist gereyðingarvopna í Írak. Til þess að hefja innrás með samþykki Sameinuðu þjóðanna hefði þurft að samþykkja aðra ályktun í öryggisráðinu." Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson vegna málsins en aðstoðarmaður hans, Björn Ingi Hrafnsson, segir að Halldór hafi alls ekki verið að vísa til ályktunar 1441 þegar hann hafi nefnt þrýsting um að "Saddam Hussein færi frá völdum". Hins vegar stendur eftir að hugsun ráðherrans hvað þetta varðar er mjög óljós og vandséð er að það fáist staðist að Þjóðverjar hafi tekið þátt í að mynda þrýsting á að Saddam léti af völdum. Eitt er þó víst, að engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak. Þá girðir stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna fyrir að aðildarríki reki ríkisstjórn annars ríkis frá völdum í umboði samtakanna enda væri þar með fullveldi ríkis rofið. Í ályktun 1441, sem samþykkt var í nóvember 2002, var Írökum hótað "alvarlegum afleiðingum" ef þeir leyfðu ekki aðgang vopnaeftirlitsmanna og er ályktunin eitt helsta þrætueplið í alþjóðastjórnmálum samtímans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði harða hríð að Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, á Alþingi á dögunum og sakaði hann um vanþekkingu: "Man háttvirtur þingmaður það ekki að ályktun 1441 var samþykkt í öryggisráðinu í nóvember 2002? Man hann ekki eftir því að byggður var upp mikill þrýstingur á Saddam Hussein að hann færi frá völdum sem allar þjóðir stóðu að, meðal annars Þjóðverjar?.... Það var verið að byggja upp mikinn þrýsting þessa mánuði og það voru allir að vonast eftir því að sá þrýstingur yrði til þess að Saddam Hussein færi frá völdum." Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki hægt að skilja þessi orð Halldórs á annan veg en hann telji að ályktun 1441 fjalli um að koma Saddam frá völdum. "Eins og allir vita laut 1441 að því að leita af sér allan grun um tilvist gereyðingarvopna í Írak. Til þess að hefja innrás með samþykki Sameinuðu þjóðanna hefði þurft að samþykkja aðra ályktun í öryggisráðinu." Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson vegna málsins en aðstoðarmaður hans, Björn Ingi Hrafnsson, segir að Halldór hafi alls ekki verið að vísa til ályktunar 1441 þegar hann hafi nefnt þrýsting um að "Saddam Hussein færi frá völdum". Hins vegar stendur eftir að hugsun ráðherrans hvað þetta varðar er mjög óljós og vandséð er að það fáist staðist að Þjóðverjar hafi tekið þátt í að mynda þrýsting á að Saddam léti af völdum. Eitt er þó víst, að engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak. Þá girðir stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna fyrir að aðildarríki reki ríkisstjórn annars ríkis frá völdum í umboði samtakanna enda væri þar með fullveldi ríkis rofið. Í ályktun 1441, sem samþykkt var í nóvember 2002, var Írökum hótað "alvarlegum afleiðingum" ef þeir leyfðu ekki aðgang vopnaeftirlitsmanna og er ályktunin eitt helsta þrætueplið í alþjóðastjórnmálum samtímans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira