Framleiðsla eða listsköpun? 13. október 2005 15:31 Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun