Halldór áhyggjulaus 7. febrúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Í könnun Fréttablaðsins var spurt: Til hvaða stjórnmálamanns berðu minnst traust um þessar mundir? Yfirgnæfandi meirihluti svarenda nefnir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, eða rúmur þriðjungur. Á eftir Halldóri er Davíð Oddsson oftast nefndur á nafn en þrátt fyrir það hefur trúverðugleiki hans aukist frá síðustu könnun sem gerð var í september. Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðni Ágústsson eru svo næst í röðunni. Öll eru þau nefnd oftar á nafn nú en í síðustu könnun. Fyrir forsætisráðherra tekur ekki betra við þegar spurt er: Til hvaða stjórnmálamanns berðu mest traust um þessar mundir? Davíð Oddsson er sá sem þjóðin ber mest traust til. Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde koma næst og hafa, líkt og Davíð, bætt við sig frá síðustu könnun. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er svo fimmti í röðinni. Aðeins 3,8% svarenda segja forsætisráðherra þann stjórnmálamenn sem þeir bera mest traust til. Fallið er hátt því hlutfallið var rúm 16 prósent í síðustu könnun. Halldór segir svona ganga upp og niður og að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. „En þetta er eitthvað sem við siglum í gegnum,“ segir forsætisráðherra. Þrátt fyrir að fylgi Framsóknarflokksins hafi mælst 8% í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku ná þeir sem mest traust bera til forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins ekki fjórum prósentum eins og áður sagði. Hann telur þó ekki að það sé til marks um dvínandi traust framsóknarmanna til formanns síns. Halldór keðst telja að hann hafi mjög tryggt bakland í flokknum sem og hinum stjórnarflokknum. Úrtakið í könnun Fréttablaðsins var 800 manns og skiptist jafnt milli kynja og kjördæma. Ríflega helmingur aðspurðra kaus að svara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Í könnun Fréttablaðsins var spurt: Til hvaða stjórnmálamanns berðu minnst traust um þessar mundir? Yfirgnæfandi meirihluti svarenda nefnir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, eða rúmur þriðjungur. Á eftir Halldóri er Davíð Oddsson oftast nefndur á nafn en þrátt fyrir það hefur trúverðugleiki hans aukist frá síðustu könnun sem gerð var í september. Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðni Ágústsson eru svo næst í röðunni. Öll eru þau nefnd oftar á nafn nú en í síðustu könnun. Fyrir forsætisráðherra tekur ekki betra við þegar spurt er: Til hvaða stjórnmálamanns berðu mest traust um þessar mundir? Davíð Oddsson er sá sem þjóðin ber mest traust til. Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde koma næst og hafa, líkt og Davíð, bætt við sig frá síðustu könnun. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er svo fimmti í röðinni. Aðeins 3,8% svarenda segja forsætisráðherra þann stjórnmálamenn sem þeir bera mest traust til. Fallið er hátt því hlutfallið var rúm 16 prósent í síðustu könnun. Halldór segir svona ganga upp og niður og að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. „En þetta er eitthvað sem við siglum í gegnum,“ segir forsætisráðherra. Þrátt fyrir að fylgi Framsóknarflokksins hafi mælst 8% í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku ná þeir sem mest traust bera til forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins ekki fjórum prósentum eins og áður sagði. Hann telur þó ekki að það sé til marks um dvínandi traust framsóknarmanna til formanns síns. Halldór keðst telja að hann hafi mjög tryggt bakland í flokknum sem og hinum stjórnarflokknum. Úrtakið í könnun Fréttablaðsins var 800 manns og skiptist jafnt milli kynja og kjördæma. Ríflega helmingur aðspurðra kaus að svara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira